Svar við athugasemdum Vottanna Örn Svavarsson skrifar 6. apríl 2022 07:00 Eftir heilmikla fjölmiðlaumfjöllun um Votta Jehóva og framkomu þeirra gagnvart trúsystkinum sínum sem kjósa að brjótast undan ægivaldi kenningarinnar og þeirra einstaklinga sem sjá um að hafa skikk á hjörðinni, er ánægjulegt að upplifa að ábyrgir öldungar safnaðarins virða okkur svars og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Sorglegt er að þessir annars kærleiksríku og „réttsýnu menn sannleikans” skuli ekki koma auga á ofbeldið sem viðgengst gagnavart því fólki, sem kýs að velja lífsstíl sínum aðra hugmyndafræði en heilaþvottur Vottanna hafði innrætt þeim. Það er ævinlega aumkunarvert þegar gerandi stillir sér upp sem þolanda, talandi um frásagnir þeirra sem raunverulega hafa átt um sárt að binda, sem „niðrandi og falskar ásakanir gegn VJ”, kallandi eftir samúð lesanda með yfirlýsingum um að þeim sé „verulega brugðið” og jafnframt að það „fór sannarlega um okkur”. Staðreynd er að það urðu þarna börn fyrir kynferðislegu ofbeldi sem aldrei var kært til þar til bærra yfirvalda, en dómnefnd safnaðarins veitti ofbeldismönnunum tiltal og degraderaði þá, alla vega tímabundið. Hvergi hefur komið fram að hlúð hafi verið sérstaklega að þessum börnum. Sem dæmi verður hér nefnt eitt tilvik af þeim sem komið hafa til umfjöllunnar undanfarið í fjölmiðlum, en þar er rannsóknarferlið með þeim hætti að þolandinn, ung stúlka, situr gegnt þremur öldungum sem spyrja hana spjörunum úr, gerandinn rétt hjá henni og eiginkona gerandans í seilingarfjarlægð. Er þetta boðlegt? Spyrja má hvort einhverjum ábyrgum öldungi hafi þarna verið „verulega brugðið” eða hvort sannarlega hafi farið um menn, þó ekki væri nema einn? Eða valda áhyggjur af því að kusk komi á hvítflibba safnaðarins meira tilfinningaróti og hugarangri en ofbeldi gagnvart ungu barni, ofbeldi sem hæglega leiðir til varanlegra skemmda á sálarlífi þess? Eru menn svo raunveruleikafirrtir þegar hópur þolenda stígur fram og tjáir sig um ofbeldið sem þeir urðu fyrir í æsku og afleiðingar þess á eigin sálarheill, að einu viðbrögðin séu þau að vitna í rannsóknir óskyldar þessum málum og gefa í skyn að brottfallnir Vottar séu nú ekki áreiðanlegar heimildir um það sem átt hefur sér stað í þeirra eigin lífi. Öldungarnir: „Þeir sem hafa yfirgefið … hugsjón, verða að réttlæta sig fyrir sjálfum sér og náunga sínum. Þeir verða að auka ábyrgð annarra til að draga úr sinni eigin, vega upp á móti sektarkenndinni sem hreiðrar um sig, kannski í undirvitundinni og er í sumum tilfellum eyðileggjandi.“ Er hægt að sýna þolendum ofbeldis meiri vanvirðingu? Gott er til þess að vita að ekki sé lengur mælt með líkamlegum refsingum gagnvart börnum, því þegar ég var að alast upp innan safnaðarins, þá heyrðist ekki ósjaldan lesinn ritningarstaðurinn í Orðskv. 23:13,14: “ Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.” Þarna var svo sannarlega ekki til lítils að vinna. Sjálfum finnst mér áhugavert og sérstaklega ánægjulegt að Vottarnir séu farnir að hvetja börn sín til náms í öðru en bara trúarritum Varðturnfélagsins og þarna vísa öldungarnir í hart nær aldarfjórðungs gamla franska rannsókn. Þar sem bent er sérstaklega á þessa ákveðna rannsókn, má ljóst vera að íslensk ungmenni innan safnaðarins hafi ekki staðið jafnöldrum sínum hérlendis að baki í öflun menntunar, þá væntanlega með sama hvata frá foreldrum sem almennt tíðkast. Þetta snerti mig sérstaklega þar sem mig langaði til að læra en fékk ekki einu sinni að klára gagnfræðapróf, sem þá var fyrsti áfangi að frekara námi. Í söfnuðinum var þá maður sem var yfirkokkur á stóru hóteli í bænum og þar sem ég hafði gaman af að fást við potta og pönnur kom ég að máli við hann hvort hægt væri að komast í kokkanám, bara til að afla mér einhverrar menntunar. En nei, bæði mamma og hann voru á einu máli um að slík iðja væri að fara illa með dýrmætan tíma, þann örstutta tíma sem við höfðum enn til að boða trúna og vara aðra við áður en Harmagedon brysti á með eldi og brennisteini, jarðskjálftum og öðrum veraldarinnar hryllingi. Ég var svekktur, en tók þessu sem guðs vilja. Önnur stórkostleg breyting á reglum félagsins sem sannarlega ber að fagna, er sú að nú geta Vottarnir óáreittir af öldungunum haldið jól, afmæli og aðrar þær gleðihátíðir sem okkur var á sínum tíma kennt að væru heiðnar og Jehóva vanþóknanlegar. Hafa þessi umskipti verið staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu og er það vel: M. E. „vísaði á bug sem algerlega tilefnislausri þeirri ásökun að Vottar Jehóva gengju á rétt safnaðarmanna með afskiptum af einkalífi þeirra, þar með talið frístundastarfi, hátíðisdagahaldi eða afmælisboðum“. Ég er ekki viss um að allir safnaðarmeðlimir hafi samt áttað sig á þessari byltingarkenndu breytingu. Í svari öldunganna er einstaklega áhugaverð staðhæfing: „Vottar Jehóva virða rétt hvers einstaklings til að ákveða hvaða trúarskoðanir, ef þá einhverjar, hann aðhyllist.“ NEMA HVAÐ? Engu er líkara en það hafi farið fram hjá þessum góðu mönnum að á landinu ríkir skoðanafrelsi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi og er hreint með ólíkindum að menn telji sig þurfa að árétta að þeir virði þessi sjálfsögðu og lögbundnu réttindi. Öldungarnir: „Einstaklingur getur hvenær sem er hætt að eiga félagskap við Votta Jehóva. Ef einstaklingur velur af ásettu ráði að varpa frá sér andlegri stöðu sinni sem vottur Jehóva með því að segja sig formlega úr söfnuðinum mun ákvörðun þess einstaklings virt.“ ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI. Þarf að taka þetta fram? Efnislega merkir þessi staðhæfing að Vottarnir hafi ekki á sinni stefnuskrá að brjóta á fólki lögbundin mannréttindi. Skárra væri það. „Öldungar safnaðarins hafa ekki heimild til að neyða einhvern eða þvinga til að halda áfram að vera einn af Vottum Jehóva.“ Hvað er eiginlega verið að segja með þessari staðhæfingu? Þetta hljómar einhvern veginn eins og: helst vildum við hafa vit fyrir fólki og hafa heimilld til að þvinga það til áframhaldandi veru innan múra safnaðarins. Getur verið að söfnuðurinn sé yfirmáta manipúlatífur? Öldungarnir: „Ef … skírður vottur ákveður að hætta að lifa í samræmi við siðgæðismælikvarða Biblíunnar, drýgir alvarlega synd og iðrast ekki verður honum vísað brott úr söfnuðinum. Þegar einhverjum er vikið úr söfnuðinum gerir hver einstakur safnaðarmaður það upp við eigin trúarsamvisku hvernig hann fylgir þeirri áminningu Biblíunnar að takmarka eða slíta alveg félagskap við þann sem vísað var úr söfnuðinum.“ Ekki verður sagt að söfnuður sem heldur tvær andstæðar meiningar í einu og sama málinu sé sérstaklega trúverðugur. Hvort er nú hin raunverulega opinbera afstaða Varðturnsfélagsins, það sem þeir staðhæfa hér að ofan, að safnaðarmeðlimum sé í sjálfsvald sett hvort þeir haldi sambandi við brottrekna eða ekki, eða það sem kemur fram á heimasíðu þeirra orðrétt hér fyrir neðan: „Er nauðsynlegt að forðast allt samband? Já, og fyrir því eru nokkrar ástæður. Þegar ástvinir hætta að umgangast hann er hugsanlegt að hann ,komi til sjálfs sín‘, átti sig á hve alvarleg synd hans er og geri ráðstafanir til að snúa aftur til Jehóva. „Einföld kveðja, ,Sæll,‘ sem við köstum á einhvern, getur verið fyrsta skrefið að samræðum og jafnvel vináttu. Munum við vilja stíga fyrsta skrefið að slíku sambandi við brottrækan einstakling?“ Þeir ættingjar, sem þjóna Guði, reyna ekki að finna upp afsakanir til að geta átt samskipti við ættingja sem hefur verið vikið úr söfnuðinum og býr ekki heima.“ Ég tók eftir því að engin athugasemd var gerð um þá punkta sem ég setti í Vísis greinina um afstöðu Vottanna til samkynhneigðra, en samkvæmt Vottunum er samkynhneigð óguðleg, ósiðleg og beinlínis syndsamleg. Þegar samkynhneigt fólk opinberar kenndir sínar fyrir fjölskyldu og vinum, eru þeir kallaðir fyrir hina mannfjandsamlegu dómnefnd safnaðarins, sem útskúfar þeim úr því samfélagi sem þeir hafa alist upp í og klippa þar með á allar tengingar og samskipti við æskuvini, systkini, foreldra og alla þá aðra innan safnaðarins sem verið hafa félagslegt net þeirra. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðru fólki og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Tengdar fréttir Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi. 4. apríl 2022 07:00 Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” umfjöllun um ofbeldi Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. 3. apríl 2022 18:30 Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Eftir heilmikla fjölmiðlaumfjöllun um Votta Jehóva og framkomu þeirra gagnvart trúsystkinum sínum sem kjósa að brjótast undan ægivaldi kenningarinnar og þeirra einstaklinga sem sjá um að hafa skikk á hjörðinni, er ánægjulegt að upplifa að ábyrgir öldungar safnaðarins virða okkur svars og kann ég þeim bestu þakkir fyrir. Sorglegt er að þessir annars kærleiksríku og „réttsýnu menn sannleikans” skuli ekki koma auga á ofbeldið sem viðgengst gagnavart því fólki, sem kýs að velja lífsstíl sínum aðra hugmyndafræði en heilaþvottur Vottanna hafði innrætt þeim. Það er ævinlega aumkunarvert þegar gerandi stillir sér upp sem þolanda, talandi um frásagnir þeirra sem raunverulega hafa átt um sárt að binda, sem „niðrandi og falskar ásakanir gegn VJ”, kallandi eftir samúð lesanda með yfirlýsingum um að þeim sé „verulega brugðið” og jafnframt að það „fór sannarlega um okkur”. Staðreynd er að það urðu þarna börn fyrir kynferðislegu ofbeldi sem aldrei var kært til þar til bærra yfirvalda, en dómnefnd safnaðarins veitti ofbeldismönnunum tiltal og degraderaði þá, alla vega tímabundið. Hvergi hefur komið fram að hlúð hafi verið sérstaklega að þessum börnum. Sem dæmi verður hér nefnt eitt tilvik af þeim sem komið hafa til umfjöllunnar undanfarið í fjölmiðlum, en þar er rannsóknarferlið með þeim hætti að þolandinn, ung stúlka, situr gegnt þremur öldungum sem spyrja hana spjörunum úr, gerandinn rétt hjá henni og eiginkona gerandans í seilingarfjarlægð. Er þetta boðlegt? Spyrja má hvort einhverjum ábyrgum öldungi hafi þarna verið „verulega brugðið” eða hvort sannarlega hafi farið um menn, þó ekki væri nema einn? Eða valda áhyggjur af því að kusk komi á hvítflibba safnaðarins meira tilfinningaróti og hugarangri en ofbeldi gagnvart ungu barni, ofbeldi sem hæglega leiðir til varanlegra skemmda á sálarlífi þess? Eru menn svo raunveruleikafirrtir þegar hópur þolenda stígur fram og tjáir sig um ofbeldið sem þeir urðu fyrir í æsku og afleiðingar þess á eigin sálarheill, að einu viðbrögðin séu þau að vitna í rannsóknir óskyldar þessum málum og gefa í skyn að brottfallnir Vottar séu nú ekki áreiðanlegar heimildir um það sem átt hefur sér stað í þeirra eigin lífi. Öldungarnir: „Þeir sem hafa yfirgefið … hugsjón, verða að réttlæta sig fyrir sjálfum sér og náunga sínum. Þeir verða að auka ábyrgð annarra til að draga úr sinni eigin, vega upp á móti sektarkenndinni sem hreiðrar um sig, kannski í undirvitundinni og er í sumum tilfellum eyðileggjandi.“ Er hægt að sýna þolendum ofbeldis meiri vanvirðingu? Gott er til þess að vita að ekki sé lengur mælt með líkamlegum refsingum gagnvart börnum, því þegar ég var að alast upp innan safnaðarins, þá heyrðist ekki ósjaldan lesinn ritningarstaðurinn í Orðskv. 23:13,14: “ Spara eigi aga við sveininn, því ekki deyr hann, þótt þú sláir hann með vendinum. Þú slær hann að sönnu með vendinum, en þú frelsar líf hans frá Helju.” Þarna var svo sannarlega ekki til lítils að vinna. Sjálfum finnst mér áhugavert og sérstaklega ánægjulegt að Vottarnir séu farnir að hvetja börn sín til náms í öðru en bara trúarritum Varðturnfélagsins og þarna vísa öldungarnir í hart nær aldarfjórðungs gamla franska rannsókn. Þar sem bent er sérstaklega á þessa ákveðna rannsókn, má ljóst vera að íslensk ungmenni innan safnaðarins hafi ekki staðið jafnöldrum sínum hérlendis að baki í öflun menntunar, þá væntanlega með sama hvata frá foreldrum sem almennt tíðkast. Þetta snerti mig sérstaklega þar sem mig langaði til að læra en fékk ekki einu sinni að klára gagnfræðapróf, sem þá var fyrsti áfangi að frekara námi. Í söfnuðinum var þá maður sem var yfirkokkur á stóru hóteli í bænum og þar sem ég hafði gaman af að fást við potta og pönnur kom ég að máli við hann hvort hægt væri að komast í kokkanám, bara til að afla mér einhverrar menntunar. En nei, bæði mamma og hann voru á einu máli um að slík iðja væri að fara illa með dýrmætan tíma, þann örstutta tíma sem við höfðum enn til að boða trúna og vara aðra við áður en Harmagedon brysti á með eldi og brennisteini, jarðskjálftum og öðrum veraldarinnar hryllingi. Ég var svekktur, en tók þessu sem guðs vilja. Önnur stórkostleg breyting á reglum félagsins sem sannarlega ber að fagna, er sú að nú geta Vottarnir óáreittir af öldungunum haldið jól, afmæli og aðrar þær gleðihátíðir sem okkur var á sínum tíma kennt að væru heiðnar og Jehóva vanþóknanlegar. Hafa þessi umskipti verið staðfest af Mannréttindadómstól Evrópu og er það vel: M. E. „vísaði á bug sem algerlega tilefnislausri þeirri ásökun að Vottar Jehóva gengju á rétt safnaðarmanna með afskiptum af einkalífi þeirra, þar með talið frístundastarfi, hátíðisdagahaldi eða afmælisboðum“. Ég er ekki viss um að allir safnaðarmeðlimir hafi samt áttað sig á þessari byltingarkenndu breytingu. Í svari öldunganna er einstaklega áhugaverð staðhæfing: „Vottar Jehóva virða rétt hvers einstaklings til að ákveða hvaða trúarskoðanir, ef þá einhverjar, hann aðhyllist.“ NEMA HVAÐ? Engu er líkara en það hafi farið fram hjá þessum góðu mönnum að á landinu ríkir skoðanafrelsi, trúfrelsi, tjáningarfrelsi og er hreint með ólíkindum að menn telji sig þurfa að árétta að þeir virði þessi sjálfsögðu og lögbundnu réttindi. Öldungarnir: „Einstaklingur getur hvenær sem er hætt að eiga félagskap við Votta Jehóva. Ef einstaklingur velur af ásettu ráði að varpa frá sér andlegri stöðu sinni sem vottur Jehóva með því að segja sig formlega úr söfnuðinum mun ákvörðun þess einstaklings virt.“ ÞÓ ÞAÐ NÚ VÆRI. Þarf að taka þetta fram? Efnislega merkir þessi staðhæfing að Vottarnir hafi ekki á sinni stefnuskrá að brjóta á fólki lögbundin mannréttindi. Skárra væri það. „Öldungar safnaðarins hafa ekki heimild til að neyða einhvern eða þvinga til að halda áfram að vera einn af Vottum Jehóva.“ Hvað er eiginlega verið að segja með þessari staðhæfingu? Þetta hljómar einhvern veginn eins og: helst vildum við hafa vit fyrir fólki og hafa heimilld til að þvinga það til áframhaldandi veru innan múra safnaðarins. Getur verið að söfnuðurinn sé yfirmáta manipúlatífur? Öldungarnir: „Ef … skírður vottur ákveður að hætta að lifa í samræmi við siðgæðismælikvarða Biblíunnar, drýgir alvarlega synd og iðrast ekki verður honum vísað brott úr söfnuðinum. Þegar einhverjum er vikið úr söfnuðinum gerir hver einstakur safnaðarmaður það upp við eigin trúarsamvisku hvernig hann fylgir þeirri áminningu Biblíunnar að takmarka eða slíta alveg félagskap við þann sem vísað var úr söfnuðinum.“ Ekki verður sagt að söfnuður sem heldur tvær andstæðar meiningar í einu og sama málinu sé sérstaklega trúverðugur. Hvort er nú hin raunverulega opinbera afstaða Varðturnsfélagsins, það sem þeir staðhæfa hér að ofan, að safnaðarmeðlimum sé í sjálfsvald sett hvort þeir haldi sambandi við brottrekna eða ekki, eða það sem kemur fram á heimasíðu þeirra orðrétt hér fyrir neðan: „Er nauðsynlegt að forðast allt samband? Já, og fyrir því eru nokkrar ástæður. Þegar ástvinir hætta að umgangast hann er hugsanlegt að hann ,komi til sjálfs sín‘, átti sig á hve alvarleg synd hans er og geri ráðstafanir til að snúa aftur til Jehóva. „Einföld kveðja, ,Sæll,‘ sem við köstum á einhvern, getur verið fyrsta skrefið að samræðum og jafnvel vináttu. Munum við vilja stíga fyrsta skrefið að slíku sambandi við brottrækan einstakling?“ Þeir ættingjar, sem þjóna Guði, reyna ekki að finna upp afsakanir til að geta átt samskipti við ættingja sem hefur verið vikið úr söfnuðinum og býr ekki heima.“ Ég tók eftir því að engin athugasemd var gerð um þá punkta sem ég setti í Vísis greinina um afstöðu Vottanna til samkynhneigðra, en samkvæmt Vottunum er samkynhneigð óguðleg, ósiðleg og beinlínis syndsamleg. Þegar samkynhneigt fólk opinberar kenndir sínar fyrir fjölskyldu og vinum, eru þeir kallaðir fyrir hina mannfjandsamlegu dómnefnd safnaðarins, sem útskúfar þeim úr því samfélagi sem þeir hafa alist upp í og klippa þar með á allar tengingar og samskipti við æskuvini, systkini, foreldra og alla þá aðra innan safnaðarins sem verið hafa félagslegt net þeirra. Ekki verður framhjá því litið að þegar heilt samfélag tekur sig saman um að leggja fæð á einn einstakling, þegar heill söfnuður fær fyrirmæli frá sínum andlegu leiðtogum um að hunsa einn úr sínum hópi með öllu, virða hann ekki viðlits frekar en að hann hefði aldrei verið til, þá eru slíkar öfgafullar aðgerðir á pari við einelti á hæsta stigi og hrópleg brot á mannréttindalögum. Öllum er ljóst að samkynhneigt fólk fæðist samkynhneigt, rétt eins og örvhentir fæðast örvhentir og rauðhærðir rauðhærðir. Þegar ég fyllti raðir Vottanna voru safnaðarmeðlimir að undanskilinni trúnni í engu frábrugðnir öðru fólki og geri ég ráð fyrir að svo sé enn. Því er það í raun rannsóknarefni, hvernig fólk með venjulega dómgreind getur haldið því fram og trúað því í hjarta sínu að það fólk sem fæðist samkynhneigt sé forsmáð af almættinu, undanskilið náð guðs og velþóknun. Þarna eiga Vottarnir verk að vinna og Varðturnsfélagið þarf að ná betri tengingu við skaparann. Höfundur er fyrrverandi meðlimur Votta Jehóva.
Var nauðgað af öldungi Vottanna en hýddur fyrir að segja frá Það getur skaðað fólk fyrir lífstíð að alast upp í sértrúarsöfnuði, eins og hefur komið fram í frásögnum fyrrverandi meðlima. Tveir fyrrverandi Vottar, sem voru sem börn beitt alvarlegu kynferðisofbeldi af öldungum í söfnuðinum, segja engum hafa verið refsað fyrir brotin, nema þeim sjálfum. Þau voru bæði lögð í mikið einelti í skóla og segja grafalvarlegt að börn séu enn alin upp í þessu umhverfi. 4. apríl 2022 07:00
Vottarnir svara fyrir „niðrandi og falska” umfjöllun um ofbeldi Fyrrverandi safnaðarmeðlimir Votta Jehóva hafa komið á fót fjölmennum stuðningshópi fyrir fólk sem er að stíga út úr sértrúarsöfnuðum. Tveir fyrrverandi Vottar urðu fyrir grófu kynferðisofbeldi sem börn af hendi tveggja öldunga í söfnuðunum. Skandinavíuskrifstofa Vottanna gagnrýnir umfjöllun fréttastofu um og segir ekkert ofbeldi til staðar innan þeirra raða. 3. apríl 2022 18:30
Útskúfað úr Vottunum og dóttirin lokaði á samskipti Móðir mín, þýsk kona sem tapað hafði öllu sínu, heimili sínu tvisvar í loftárásum, bróður og föður á vígvellinum, sem og öðrum nákomnum í brjálæði heimstyrjaldarinnar, kom til Íslands eftir stríð, kynntist manni eftir tveggja ára dvöl, giftist honum og eignuðust þau tvö börn. 19. mars 2022 09:34
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun