Kosningaréttur námsmanna erlendis skertur Indriði Stefánsson skrifar 8. apríl 2022 07:30 Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Indriði Stefánsson Píratar Kópavogur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Sjá meira
Í ljósi þess hvernig til tókst við síðustu kosningar hefði mátt ætla að mikil metnaður yrði lagður í að næstu kosningar þann 14. maí gengju sem allra best. Nú þegar eru komnar fram alvarlegar brotalamir og fyrirséð að þeim fjölgi. Það er mikilvægt fyrir kjósendur að fyrirkomulagið sé fyrirsjáanlegt Flest myndu ganga út frá því að kosningalög eins og þau eru birt á vef Alþingis innhéldu tæmandi upplýsingar um framkvæmd kosninga. Svo er ekki, því þeim var breytt 15. mars síðastliðin og frestur námsmanna erlendis til að senda Þjóðskrá umsókn til að neyta kosningaréttar þannig styttur með einungis 22 daga fyrirvara. Þetta virðist vera til að kjörskráin sé tilbúin fyrr svo staðfesta megi framboð tímanlega. Kjósandi ætti alltaf að njóta vafans Þetta er allt of skammur tími til að breyta dagsetningum og skerða rétt kjósanda. Vel hefði mátt vinna bráðabirgðakjörskrá til viðmiðunar en síðan gefa út breytingaskrá og para þær saman við frambjóðendur og meðmæli. Þar með er þessi breyting ekki nauðsynleg og þó hún sé hugsanlega heppileg fyrir stjórnvöld þá ætti kjósandinn að njóta vafans. Breytingin lítið sem ekkert kynnt Við lestur kosningalaga er ekkert sem bendir til að þessi breyting hafi verið gerð. Engin sérstök tilraun virðist hafa verið gerð til að kynna þetta fyrir aðilum. Í ljósi þess að með þessu skapast allnokkur hætta á að kjósendur verði af kosningarétti, var ærið tilefni til þess að kynna breytinguna vel en hennar er ekki einu sinni getið á upplýsingavef kosninganna. Jákvæð atriði lagabreytingarinnar Það eru samt nokkur góð atriði við þessa lagasetningu. Ójafnvægi þingmannafjölda Suðvesturkjördæmis er leiðrétt og stenst nú stjórnarskrá og ekki lengur verður hægt að meta ógilda utankjörfundarseðla vegna þess að áritun kjörstjóra vantaði. Því verður ekki hætta á að kjósandi verði af kosningarétti fyrir handvömm kjörstjóra. Fyrirsjáanleg vandamál Í janúar skrifaði ég grein þar sem ég benti á að Suðvesturkjördæmi hefði tapað þingmanni. Sú skekkja leiðréttist með þessari lagabreytingu en mun betra hefði verið að gera þessar breytingar strax til að gefa kjósendum almennilegan fyrirvara. Það er þá líka ljóst að hefði komið upp stjórnarkreppa á tímabilinu frá áramótum hefði verið brot á stjórnarskrá að ganga til Alþingiskosninga. Enn ekki búið að setja nauðsynlegar reglugerðir Þetta er ekki eina dæmið um að undirbúningur fyrir kosningarnar sé ófullnægjandi, heldur vantar ennþá að gefa út margar reglugerðir. Reglugerðir þarf að gefa út tímanlega til að hlutaðeigendur geti kynnt sér fyrirkomulagið. Meðal annars hefur ekki verið gefin út reglugerð varðandi frágang kjörgagna að talningu lokinni. Skortur á þeirri reglugerð varð til þess að Lögreglustjórinn á Vesturlandi felldi niður mál á hendur Inga Tryggvasyni. Þetta tómlæti ráðherra að setja nauðsynlegar reglugerðir hefur því þegar haft afleiðingar og ljóst að þær verða meiri. Mikilvægi kosningaeftirlits aldrei meira Það er því ljóst að mikilvægi kosningaeftirlits verður síst minna í komandi sveitarstjórnarkosningum. Í ljósi þess að verið er að breyta kosningalögum þegar innan við 2 mánuðir eru til kosninga, að enn vantar reglugerðir sem þarf til að kosningar geti farið fram og þess tíma sem er til stefnu eru nær engar líkur á því að fyrirvarinn verði nægur. Það hefði verið frábært hefðu þessar kosningar gengið fumlaust fyrir sig þar sem hætt er við að framkvæmdin verði að allnokkru leyti fordæmisgefandi. Við Píratar munum því verða á vaktinni til að gæta hagsmuna kjósenda. Höfundur er varaþingmaður Pírata og á lista Pírata í kosningum til bæjarstjórnar Kópavogs.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun