Stefnir í úrkomumet í Reykjavík Jakob Bjarnar skrifar 12. apríl 2022 16:57 Það stefnir í rigningu yfir páskahelgina, það er í Reykjavík. Akureyringar geta með góðri samvisku stært sig af góðu veðri og þangað stefnir útivistarfólk yfir páska auk þess sem Egilsstaðir eru góður kostur. vísir/vilhelm Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að nú stefni í áhugaverða keppni um úrkomumet í Reykjavík en metið féll 1921. Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“ Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Landsmenn eru farnir að horfa til veðurs fyrir páskafrí og þeir sem vilja stunda útivist ættu að drífa sig norður á Akureyri eða á Egilsstaði. Hins vegar verður rok og rigning í Reykjavík. Einar heldur úti Bliku, sérstökum vef þar sem hann rýnir í kortin og segir til um horfur. Hann segir að aldrei hafi rignt meira fyrstu 100 dagana í Reykjavík undanfarin 100 árin og það kemur höfuðborgarbúum varla mikið á óvart. Tíundi apríl er hundraðasti dagur ársins, úrkoma hefur verið mikil frá áramótum og bæst drjúgt við í apríl þó þurrt hafi verið að kalla undanfarna daga. Á því verður breyting um helgina. Aftur. Einar klár með regnhlífina og ekki veitir af. Hann segir að vel geti svo farið að úrkomumet í Reykjavík falli.vísir/aðsend Að sögn Einars er heildarúrkoman á þessum 100 dögum orðin 515 millimetrar. Það samsvarar því að um 65 prósent meðalúrkomunnar er þegar komin en líta þarf til 1953 til að finna eitthvað svipað. „Helst að árið 1921 sé til samanburðar. Þá var samanlögð úrkoma í jan, feb og mars 444 mm. Í apríl það ár bættust síðan við 149 mm. Ekki þarf að koma á óvart að árið 1921 er það úrkomusamasta í Reykjavík í sögu mælinga með meira en 1.200 mm úrkomu,“ segir veðurfræðingurinn. Hann segir ekkert sérstakt keppikefli að eltast við þessi úrkomumet frá 1921, en rigna þarf 78 mm til viðbótar í apríl til að halda í við það ár fyrir 4 fyrstu mánuði ársins. „Mið við spár næstu daga gæti það nú alveg gerst. Veðurstofan gerir ráð fyrir um 40 mm frá skírdegi til páskadags og Blika er með yfir 50 mm í sinni spá!“
Veður Páskar Reykjavík Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira