34 minnkað við sig og 60 birtast ekki á hluthafalista Eiður Þór Árnason skrifar 14. apríl 2022 18:13 Framkvæmd útboðsins hefur reynst mjög umdeild. Vísir/Vilhelm Alls hafa 34 fjárfestar sem keyptu í nýlegu útboði ríkisins á hlutum í Íslandsbanka minnkað eignarhlut sinn að hluta og selt á hærra verði, samkvæmt upplýsingum frá Bankasýslu ríkisins sem byggja á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka og lista yfir þá sem fengu hlut í útboðinu. Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans. Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira
Af þeim 207 fjárfestum sem tóku þátt í útboðinu birtast 60 ekki á hluthafalista bankans. Það getur meðal annars skýrst af sölu viðkomandi aðila, því að þeir hafi fjárfest í gegnum fjármálastofnanir eða hluturinn sé í vörslu þeirra. Í slíkum tilvikum eru hlutirnir skráðir á viðkomandi banka eða eignastýringaraðila á hluthafalistanum en ekki nafn fjárfestisins. Í tilkynningu frá Bankasýslunni segir að þar sem nokkrar ástæður geti verið fyrir því að einstaka fjárfestar birtist ekki á hluthafalista sé erfitt að fullyrða um nákvæman fjölda þeirra sem hafi selt eignarhlut sinn að fullu. Bankasýslan bendir þó á að hlutafjáreign fjármálastofnana í Íslandsbanka hafi verið 0,3% fyrir útboð Bankasýslunnar en verið komin í 4,1% af heildar hlutafé bankans þann 11. apríl, um þremur vikum eftir útboðið. Sú aukning samsvarar um 75% af eignarhlut þeirra fjárfesta sem keyptu í útboðinu en birtast ekki á hluthafalistanum. Gefur þetta til kynna að nú sé búið að selja 25% af heildarhlut þessara 60 fjárfesta á hærra verði. Að sögn Bankasýslunnar keyptu þessir 60 aðilar keyptu samtals 22,3% af útboðinu sem samsvarar 5,0% af heildar hlutafé Íslandsbanka. Nýverið var fjallað um það að stór hluti þeirra fjárfesta sem tóku þátt í útboðinu hafi þegar selt hlut sinn í bankanum. Þær upplýsingar byggðu sömuleiðis á samanburði á hluthafalista Íslandsbanka fyrir og eftir útboðið en Innherji greindi síðar frá því að þær tölur hafi verið ofáætlaðar í ljósi þess að eignir margra fjárfesta hafi ekki birst undir nafni þess félags heldur sem hluti af eign fjármálafyrirtækja. 25 aukið við hlut sinn Fram kemur í tilkynningu frá Bankasýslunni að 25 fjárfestar hafi aukið við eignarhlut sinn í Íslandsbanka eftir að útboðinu lauk. Viðkomandi aðilar hafi keypt samtals 29,1% af útboðinu sem samsvari 6,5% af heildarhlutafé bankans. Þann 11. apríl nam eignarhlutur þessara aðila 28,8% af heildar hlutafé bankans, samkvæmt hlutaskrá. Að lokum eru 87 fjárfestar sem tóku þátt í útboðinu enn með óbreyttan eignarhlut. Viðkomandi aðilar keyptu samtals 25,3% af útboðinu sem samsvarar 5,7% af heildar hlutafé bankans. Samtals eignarhlutur þessara aðila samkvæmt hlutaskrá 11. apríl nemur 10,1% af heildar hlutafé bankans.
Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Sjá meira