Fyrstur til að skora fimm deildarmörk mörk á sama tímabilinu gegn Man Utd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2022 09:01 Mo Salah skorar eitt af tveimur mörkum sínum. Clive Brunskill/Getty Images Það verður seint sagt að Manchester United hafi riðið feitum hesti gegn Liverpool í viðureignum liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Man Utd var kjöldregið í báðum leikjum liðanna, markatalan 9-0 og þá skoraði Mohamed Salah samtals fimm mörk í leikjunum tveimur. Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion. Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Eftir að hafa beðið afhroð á heimavelli sínum fyrr á leiktíðinni þá var allavega búist við því að lið Man United myndi sýna smá lit er liðið heimsótti Anfield í ensku úrvalsdeildinni á mánudag. Það var ekki raunin. Þó það hafi vissulega vantaði nokkra leikmenn í lið Man Untited þá var frammistaða þeirra einfaldlega ekki boðleg og gekk Roy Keane - fyrrverandi fyrirliði liðsins og núverandi sérfræðingur Sky Sports - sagði Marcus Rashford hafa spilað eins og barn. Það er í raun ótrúlegt að lið Man United sitji í 6. sæti úrvalsdeildarinnar og eigi einhvern hátt tölfræðilegan möguleika á að ná Meistaradeildarsæti miðað við frammistöður þeirra í stórleikjum á leiktíðinni. Ef til vill segir það meira um stöðu mála í deildinni hjá liðum sem heita ekki Manchester City, Liverpool eða Chelsea. En aftur að leiknum á Anfield. Mohamed Salah var magnaður í fyrri leik liðanna þar sem hann skoraði þrennu í 5-0 sigri. Hann hefur hins vegar átt erfitt uppdráttar eftir áramót og virtist sem þreytan væri farin að segja til sín. Salah fór alla leið í úrslit Afríkukeppninnar til þess eins að tapa gegn Senegal og féll svo úr leik gegn sömu þjóð í umspili um sæti á HM í Katar. Það var þó ekki að sjá að Salah væri þreyttur er hann og samherjar hans léku sér að svifaseinni vörn Manchester United. Leiknum lauk með 4-0 sigri þar sem Salah skoraði tvívegis og lagði upp eitt til viðbótar. Þar með gerði Egyptinn eitthvað sem engum leikmanni í sögu ensku úrvalsdeildarinnar hafði tekist áður. Það er að skora fimm deildarmörk gegn Man United á einu og sama tímabilinu. 5 - Mohamed Salah is the first player in Premier League history to score 5 goals against Manchester United in a single season. Alive. pic.twitter.com/UfHPTbxaal— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Til að halda áfram að strá salti í sárið þá vann Liverpool viðureignir liðanna í úrvalsdeildinni á leiktíðinni samtals 9-0. Það er einnig met í ensku úrvalsdeildinni en fara þarf aftur til tímabilsins 1892-1893 til að finna mótherja sem stóð sig betur gegn Man Utd en Liverpool í ár. Þá vann Sunderland samtals 11-0 sigur á Man Utd í deildarleikjum liðanna. 9 - Manchester United have lost 0-9 on aggregate in their Premier League meetings with Liverpool this season. In their league history, they ve only suffered a combined heavier defeat once 0-11 vs Sunderland in 1892-93. Trounced. #LIVMUN pic.twitter.com/ot2bQCn1Er— OptaJoe (@OptaJoe) April 19, 2022 Man United situr sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 54 stig, þremur minna en Tottenham Hotspur sem situr í 4. sætinu eftir að hafa leikið leik minna. Liverpool er á meðan á toppi deildarinnar með 76 stig eftir 32 leiki. Manchester City getur stokkið upp í toppsætið á nýjan leik með sigri á Brighton & Hove Albion.
Enski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira