Ljúka breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 27. apríl 2022 22:22 Kaflinn sem núna á að tvöfalda er 5,6 kílómetra langur milli Straumsvíkur og Hvassahrauns. Vilhelm Gunnarsson Langþráð breikkun Reykjanesbrautar milli Straumsvíkur og Hvassahrauns er á leið í útboð og stefnt að því að fimm milljarða króna framkvæmdir hefjist um mitt sumar. Með verkinu lýkur tvöföldun leiðarinnar milli Reykjavíkur og Suðurnesja. Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Fjallað var um verkefnið í fréttum Stöðvar 2. Kaflinn er 5,6 kílómetra langur og sá síðasti með aðeins einni akrein í hvora átt á leiðinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur. „Þarna erum við að ljúka tvöföldun Reykjanesbrautarinnar, sem lengi hefur staðið til, og margir kallað eftir,“ segir Óskar Örn Jónsson, forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson er forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar.Rúnar Vilberg Hjaltason Kaflinn þykir það varasamur að þar er aðeins leyfður 80 kílómetra hraði, meðan 90 kílómetra hraði er leyfður á öðrum köflum þar sem umferðareyja og vegrið skilja að akstursstefnur. „Að sjálfsögðu mun þetta gjörbreyta öryggismálum fyrir vegfarendur.“ Þetta verður með stærri verkum í vegagerð hérlendis næstu árin. „Heildarfjárheimildin er ríflega fimm milljarðar,“ segir Óskar. Þegar framkvæmdum lýkur sumarið 2025 verður öll Reykjanesbrautin milli Reykjavíkur og Suðurnesja orðin tvöföld með aðskildum akstursstefnum.Egill Aðalsteinsson Nýjar akreinar verða sem fyrr lagðar sunnan núverandi vegar. Stefnt er að því að verkið verði unnið í tveimur áföngum þannig að unnt verði að taka vestari hlutann í notkun fyrr. Það flækti undirbúning að Hafnarfjarðarbær hafði fyrir um tuttugu árum selt álverinu í Straumsvík land við veginn þegar áform voru um stækkun ÍSAL en þá stóð til að færa veginn ofar í hraunið. Þegar fallið var frá nýrri veglínu fyrir tveimur árum þurfti að breyta skipulagi og kaupa landið til baka. „Þessari vinnu er allri lokið með farsælum hætti,“ segir Óskar. Frá Reykjanesbraut við Straumsvík.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsþátturinn var boðinn út í síðasta mánuði en Óskar segir verkið sjálft verða auglýst núna í júní. Framkvæmdir gætu farið á fullt um mitt sumar. „Um leið og undirskrift hefur átt sér stað um miðjan júní þá er verktaka heimilt að hefja framkvæmdir og koma sér fyrir, í þessa framkvæmd sem tekur um þrjú ár.“ Og það er komin dagsetning um verklok: 30. júní 2025. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Hafnarfjörður Umferðaröryggi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05 Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15 Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Breikkun Reykjanesbrautar fer um svæði á náttúruminjaskrá Umhverfismat er hafið vegna breikkunar Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns. Tvöfalda á 5,6 kílómetra kafla, úr tveimur akreinum í fjórar, en þetta er eini kaflinn á Reykjanesbrautinni milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur sem ekki hefur verið breikkaður. 6. október 2020 16:05
Breikkun Reykjanesbrautar lokið á næstu fimm árum Tvöföldun Reykjanesbrautar meðfram álverinu í Straumsvík og út í Hvassahraun verður flýtt eftir viðræður Hafnarfjarðarbæjar og Rio Tinto um að hætta við nýja veglínu fjær álverinu. 28. janúar 2020 23:15
Reyna að finna millileið fyrir Reykjanesbraut við Straumsvík Óvissa ríkir um framhald á breikkun Reykjanesbrautar framhjá Straumsvík vegna skipulagsbreytingar, sem gerð var fyrir fimmtán árum, þegar til stóð að stækka ÍSAL. 9. júlí 2019 21:07