Fjölskyldan kannaðist ekkert við manninn í kistunni Eiður Þór Árnason skrifar 1. maí 2022 08:30 Sumar kistulagningar eru viðburðaríkari en aðrar. Vísir/Vilhelm Hefðbundin kistulagning tók nokkuð óvænta stefnu í Neskirkju á fimmtudag þegar í ljós kom að fjölskyldan kannaðist ekki við manninn í kistunni. Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit. Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Presturinn Örn Bárður Jónsson segist hafa upplifað margt á sínum fjörutíu árum í hempunni en þetta sé nýbreytni. Ekki hafi liðið á löngu þar til hann áttaði sig á því að ekki væri allt með felldu. „Ég hafði kynnst hinum látna fyrir kannski fimmtán árum og þegar ég tók líkblæjuna af þá fannst mér maðurinn svo breyttur að ég þekkti hann eiginlega ekki. Svo þegar fjölskyldan kom þá sáu þau auðvitað að það var ekki réttur maður í kistunni.“ Örn segir aðstandendur hafa tekið þessu með stökustu ró og hann snarlega sett sig í samband við útfararstjóra. Næst var kistan flutt upp í líkhúsið í Fossvogi og þeirri réttu komið fyrir í Neskirkju. Að lokum var fólki hleypt inn í kirkjuna og Örn kistulagði réttan mann um hálftíma á eftir áætlun. Örn Bárður Jónsson.Þjóðkirkjan Fór ekki í grafgötur með mistökin „Þetta var ekkert leyndarmál. Það voru eftir um hundrað manns í útförinni og ég sagði bara frá því sem hafði gerst í upphafi athafnarinnar,“ segir hann. Mikilvægt sé að fara ekki í grafgötur með það þegar eitthvað fari úrskeiðis. „Ég byrjaði bara á því að segja að það hafi gerst hér óvenjulegur hlutur, það hefði komið kista hingað ekki með réttum aðila og hún hafi verið send til baka. Nú væri kominn réttur aðili og það væri nú þannig í lífinu að það gerðust mistök.“ Því næst vísaði Örn í lögmál Murphys sem er á þá leið að allt sem geti farið illa muni einhvern tímann fara úrskeiðis. Útfararstjórar í öngum sínum „Þetta hefur gerst og við verðum bara að vinna úr þessu. Þetta er afar óþægileg upplifun fyrir syrgjendur og útfararstjórarnir voru alveg hreint í öngum sínum yfir þessu og afskaplega leiðir.“ Örn segir að útfararstjórarnir hafi hitt aðstandendur mannsins eftir atvikið og unnið vel úr því í sátt við fjölskylduna. „Þetta er bara afskaplega elskulegt fólk og tók þessu af miklu æðruleysi. Hinn látni var nú skemmtilegur maður og uppátækjasamur, glettinn og gamansamur,“ bætir hann við. Í ljósi þess hafi Örn tjáð kirkjugestum að margir gætu eflaust ímyndað sér að maðurinn hafi með þessu viljað stríða fólkinu sínu í allra síðasta sinn. Eitthvað virðist hafa farið úrskeiðis í líkhúsinu í Fossvogi.Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma Líkist helst atriði úr gamansamri bíómynd Sjálfur segist Örn ekki þekkja nákvæmlega hvað átti sér stað en þyki líklegt að tvö lík hafi verið í líkhúsinu með sama fornafni. Útfararstofan hafi mætt fjölskyldunni með miklum skilningi og unnið vel úr málinu. „Það fer enginn frá þessu með einhverjum bitrum huga en þó með einhverja sérkennilega minningu um að mæta í kistulagningu föður síns og hann var ekki þar,“ segir Örn. Hann hafi jú sagt fjölskyldunni að þetta væri sennilega gott efni í kvikmyndahandrit.
Trúmál Reykjavík Þjóðkirkjan Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira