Kara Connect tryggir sér 828 milljónir Eiður Þór Árnason skrifar 3. maí 2022 14:36 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir og Hilmari Geir Eiðsson, stofnendur Kara Connect. Aðsend Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kara Connect hefur lokið sex milljóna evru, eða jafnvirði 828 milljóna íslenskra króna, fjármögnun til að byggja upp sölu- og markaðsteymi fyrir erlenda markaði. Fyrirtækið þróar stafræna vinnustöð sem tengir sérfræðinga í heilbrigðis- og velferðarþjónustu við skjólstæðinga. Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi. Tækni Nýsköpun Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Iðunn framtakssjóður, sem er í rekstri Kviku eignastýringar, leiddi fjármögnunina ásamt einkafjárfestum, en fjármögnunin mun styðja við vöxt Köru Connect í Evrópu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu en það gerir sérfræðingum kleift að vista viðkvæmar persónuupplýsingar, bóka tíma, fá greiðslur, senda áminningar og eiga örugga fjarfundi með þeim sem leita stuðnings hjá þeim. Að sögn fyrirtækisins hafa yfir tvö hundruð þúsund einstaklingar á Íslandi og Írlandi notað Köru til að sækjast eftir aðstoð. Með fjármögnuninni verður Iðunn stærsti hluthafi Köru Connect en um er að ræða stærstu fjármögnunarlotu nýsköpunarfyrirtækisins til þessa. Áður höfðu Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Crowberry Capital fjárfest í félaginu auk einkafjárfesta. Vinna að því að gera heiminn aðgengilegri Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, framkvæmdastjóri Köru Connect, segir að þarfir og viðhorf fólks til aðgengis að ýmis þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, hafi breyst með tilkomu heimsfaraldursins. „Kara er fyrst og fremst aðgengislausn, örugg gátt sem tengir fólk saman, sem þýðir að hún er fullkomið svar við þessari þörf. Meðferð, stuðningur, ráðgjöf og fleira – þetta er allt innan seilingar í Köru. Í þokkabót sér Kara sjálfvirkt um allskonar umsýslumál fyrir sérfræðingana svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna mikilvægari hlutann af vinnunni sinni.“ „Köruteymið er búið að byggja upp öflugan og öruggan hugbúnað sem gerir heiminn mun aðgengilegri – og við erum spennt að fá Iðunni að borðinu, því sjóðurinn hefur mikla reynslu af heilsu- og líftæknigeiranum,” segir Þorbjörg Helga í tilkynningu. Stefnan sett á frekari landvinninga Pétur Richter, fjárfestingastjóri Iðunnar, mun taka sæti í stjórn Köru í kjölfar fjármögnunarinnar. Hann segir að Kara Connect passi vel við fjárfestingarstefnu Iðunnar og félagið hafi sýnt fram á þörfina fyrir þann stafræna vettvang sem félagið hafi þróað. „Nú er stefnan sett á frekari landvinninga á erlendum mörkuðum. Við erum spennt að taka þátt í þeirri vegferð með starfsfólki Köru og öðrum hluthöfum,” segir Pétur. Kara var stofnuð árið 2015 af þeim Þorbjörgu Helgu Vigfúsdóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa og námssálfræðingi, og Hilmari Geir Eiðssyni hugbúnaðarsérfræðingi.
Tækni Nýsköpun Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira