Tony Omos stefnir íslenska ríkinu Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 13:10 Árið 2012 gerði lögregla húsleit á heimili Tony Omos. Hann var handtekinn og var haldið í gæsluvarðhaldi í 16 daga, þar af að hluta til í einangrun í tengslum við mál sem svo var fellt niður. Lekamálið ætlar enn að draga dilk á eftir sér en nú hefur Tony Omos stefnt íslenska ríkinu og krefst fjögurra milljóna króna auk vaxta í skaðabætur. Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér. Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira
Málið er til meðferðar hjá Héraðsdómi Reykjavíkur en stefnan er stíluð á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem fjárhaldsmanns íslenska ríkisins. Bótakröfur Tony Omos byggja á því sem sagt er vera ólögmætar aðgerðir lögreglu og langri einangrunarvist sem Omos mátti sæta. Fram kemur í stefnu að málið hafi valdið honum tjóni á æru og andlegri heilsu. Haldið lengi í einangrun vegna máls sem var fellt niður Nafn Tony Omos var á allra vörum eftir að Lekamálið svokallað kom upp í nóvember 2013 sem leiddi til afsagnar Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra. Gísli Freyr Valdórsson, aðstoðarmaður Hönnu Birnu, játaði og var dæmdur fyrir að hafa leikið trúnaðarupplýsingum um nígeríska hælisleitandann Tony Omos úr ráðuneytinu til fjölmiðla. Málið sem nú um ræðir tengist Lekamálinu, eða forsögu þess og snýr að þvingunar- og rannsóknaraðgerðum lögreglu í máli sem síðar var fellt niður. Lekamálið reyndist afdrifaríkt og ljóst að áhrifa þess gætir enn. Þann 6. september 2012 var framkvæmd húsleit á þáverandi heimili Omos að Hrannargötu í Keflavík. Lögregla lagði hald á töluvert magn af munum samkvæmt lögregluskýrslu svo sem síma, fatnað og raftæki. Tony Omos var handtekinn og gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. september og var á þeim tíma haldið í einangrun. Gæsluvarðhald var framlengt til 21. september og enn var Omos hafður í einangrun. Alls er um að ræða 16 daga í gæsluvarðhaldi í einangrun auk eins dags í haldi á lögreglustöð sem telst einangrunarvist. Segir sig hafa orðið fyrir verulegu tjóni vegna málsins Stefnan byggir á að um ólögmætar þvingunaraðgerðir sé að ræða og vísað til hlutlægrar bótaábyrgðar ríkisins. Lögreglumönnum er gefið að hafa sýnt af sér saknæma háttsemi og að brotið hafi verið á réttindum Omos. Hann hafi verið sakaður um alvarleg brot og ítrekað yfirheyrður vegna þeirra. Skýrslur voru teknar af ýmsum sem talið var að tengdust málinu og þannig spurðist út að Omos væri grunaður um refsivert athæfi. Eða eins og segir í stefnu: „Slíkt olli verulegu tjóni á æru og mannorði stefnanda. Þá hefur stefnandi einnig átt um sárt að binda eftir að hafa sætt fyrrnefndum þvingunarráðstöfunum og hefur dvölin í gæsluvarðhaldinu mikil og slæm áhrif á andlega heilsu stefnanda.“ Það var svo ekki fyrr en í byrjun árs 2020 sem rannsókn málsins lauk. Eins og áður sagði krefst Tony Omos fjögurra milljóna króna í bætur auk vaxta frá 6. september 2012 til 4. júní 2021 en þá var mánuður frá að krafa var lögð fram. Uppfært 8. janúar 2024 Íslenska ríkið var í janúar 2023 dæmt til að greiða Tony Omos 1,5 milljón króna í bætur. Dóminn má lesa hér.
Dómsmál Lögreglumál Lekamálið Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Sjá meira