Getnaðarkapphlaupið á milli mín og sveitarfélagsins María Ellen Steingrímsdóttir og Leó Snær Pétursson skrifa 10. maí 2022 08:02 Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Kópavogur Viðreisn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Nú er að hefjast undirbúningstímabil vítamína og fæðubótaefna enda vertíð framundan. Um þessar mundir er grasið að grænka og á næsta leyti fara jafnaldrar okkar og fleiri á barneignaraldri að keppast um að ná sem flestum umferðum inní svefnherbergi til þess að reyna að hnoða saman fóstur. Það vill nefnilega svo til að ef getnaður á sér stað í júní og júlí mánuði að þá er von á börnum í mars og apríl. Og afhverju skiptir þetta máli kann margur að spyrja sig? Mars og apríl hafa nefnilega verið gósentíð þegar kemur að fæðingum hvítvoðunga og fólk jafnvel talið sig hafa dottið í lukkupottinn með stækkun fjölskyldunnar á þeim tíma árs, en það er einmitt sá tími sem gera má ráð fyrir eins stuttum tíma á milli loka fæðingarorlofs og raunhæfum möguleika þess að fá pláss á leikskóla – eða u.þ.b. 6 mánuðir. Tímabilið sem um ræðir nær um það bil yfir tvö varptímabil kvenna og annarra með leg ef stefnt er að fæðingu barns eða barna í mars eða apríl. Þetta hefur verið orðið á götunni á meðal ungs fólks á barneignaraldri í dag. Auðvitað er þetta ekkert svona einfalt. Börn gera oft ekki boð á undan sér. Fólk sem hefur skipulagt barneignir veit að þetta er ekkert endilega svona. Það er fásinna að halda að börn komi eftir pöntun, en með sprengingu í fæðingum á covid-tímum er útlitið enn svartara. Við þurfum úrræði og raunhæfar lausnir. Við í Viðreisn í Kópavogi skiljum vandamálið. Við viljum stöðva getnaðarkapphlaupið og boðum lausnir. Við áttum okkur þó á því að vandinn verður ekki leystur á einni nóttu. Við stöndum frammi fyrir þremur megin áskorunum. Í fyrsta lagi stöndum við frammi fyrir mönnunarvanda. Í öðru lagi er ljóst að árgangar 2021 og 2022 eru töluvert stærri en árgangar á undan. Í þriðja lagi hefur uppbygging leikskóla ekki haldist í hendur við þéttingu byggðar. Við í Viðreisn viljum efla til sérstakts átaks í þjónustu við 12 - 18 mánaða gömul börn, m.a. með því að fjölga markvisst ungbarnadeildum á leikskólum, stefna að opnun ungbarnaleikskóla og bjóða 12 mánaða börnum pláss. Þá teljum við brýnt að gerðar verði breytingar á starfsumhverfi leikskólakennara m.a. með samræmingu starfsumhverfis leik- og grunnskólakennara. Við þurfum nefnilega að standa vörð um mannauðinn okkar og fara í frekari rýni á því hvernig gera megi starfsumhverfi leikskólanna eftirsóknaverðara. Við erum opin fyrir því að opna á fjölbreyttari rekstrarform leikskóla. Við boðum heimgreiðslur til foreldra þeirra barna sem kjósa, eða þurfa, að vera heima með barnið sitt frá því að fæðingarorlofi líkur, eða þar til það kemst inn á leikskóla. Okkar langtímamarkmið er að gera leikskólann gjalfrjálsan, en okkar fyrsta markmið þar að lútandi er að gera leikskólavist gjaldfrjálsa hjá fimm ára börnum í sex tíma á dag. Höfundar eru María Ellen Steingrímsdóttir sem skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi og Leó Snær Pétursson sem skipar 6. sæti á lista Viðreisnar í Kópavogi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun