Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 15:51 Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir. Vísir/Vilhelm Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna Ágúst Arnar og Einar Ágústssyni af ákæru héraðssaksóknara um að þeir hefðu blekkt ríkið til að greiða Zuism á níunda tug milljóna króna og þvættað ávinninginn í síðasta mánuði. Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga vegna loforðs um endurgreiðslur sóknargjalda til félagsmanna sem hópur ótengdur bræðrunum gaf opinberlega árið 2015. Öllum þessum nýju félögum fylgdu sóknargjöld upp á 84,7 milljónir króna frá 2016 til 2018. Í ákæru voru bræðurnir sakaðir um að hafa „styrkt og hagnýtt“ sér ranga hugmynd starfsmanna íslenskra stjórnvalda um að Zuism uppfyllti skilyrði laga um skráð trú- og lífsskoðunafélög. Á meðal skilyrðanna er að stöðugt og virk starfsemi sé í félaganna, þau hafi náð fótfestu hér á landi og að í því sé kjarni félagsmanna sem taki þátt í starfseminni. Engin eiginleg trúariðkun hafi hins vegar farið fram á vegum félagsins og fjármunirnir sem það fékk frá ríkinu hafi ekki runnið til trúariðkunar heldur í aðra og óskylda hluti, þar á meðal til eigin þágu bræðranna sem fóru einir með prókúru Zuism, ráðstöfun fjármuna og stjórn þess. Blekkingar bræðranna voru sagðar hafa falist í að upplýsa stjórnvöld ekki um að félagið uppfyllti ekki skilyrði til að eiga rétt á sóknargjöldum, senda inn röng eða villandi gögn um félagið og málefni þess til stjórnvalda og gefa ranga mynd um félagið opinberlega. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism vegna verulegs vafa um að félagið uppfylli skilyrði laga frá því í byrjun árs 2019. Stjórnvöld höfðu lengi efasemdir um starfsemina en greiddu samt Í niðurstöðu Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, héraðsdómara, þar sem hún sýknaði bræðurna af öllum kröfum héraðssaksóknara sagði hún verulegan vafa um að meintar blekkingar bræðranna hafi styrkt og hagnýtt ranga hugmynd opinberra starfsmanna um að Zuism uppfyllti skilyrði laganna. Dómurinn féll 8. apríl en hann var fyrst birtur á vefsíðu dómstólsins í dag, rúmum mánuði síðar. Vísaði dómarinn til þess að stjórnvöld sem höfðu eftirlit með starfsemi trúfélaga hafi talið ástæðu til að skoða hvort Zuism uppfyllti skilyrði laga allan þann tíma sem ákæran nær til. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingu hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trúfélögum, hafi þannig sagst fyrir dómi efast um að Zuism hefði átt að fá skráningu sem trúfélag á sínum tíma og starfsemin hafi ekki uppfyllt skilyrði. Hann teldi ekki lögmætan tilgang með trúfélaginu. Dómarinn taldi að þegar sýslumaður birti áskorun um að aðstandendur Zuism gæfu sig fram árið 2015 hafi mátt af því ráða að embættið skoðaði hvort skilyrði væru til að afskrá félagið. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins vegna deilna um hver færi með yfirráð í Zuism árið 2017 hafi ráðuneytið sérstaklega tekið fram að tilefni væri til að sýslumaður kannaði sérstaklega hvort Zuism uppfyllti enn skilyrði þess að vera skráð trúfélag. Á sama tíma og sóknargjöldin voru greidd út hafi ríkið byggt á því í dóms- og stjórnsýslumáli að Zuism uppfyllti ekki skilyrði skráningar sem trúfélag. Þrátt fyrir allar þessar efasemdir starfsmanns sýslumannsembættisins hafi sóknargjöld verið greidd Zuism. Embættið hafi ekki stöðvað greiðslurnar fyrr en við lok ákærutímabilsins. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sagðist fyrir dómi ekki telja lögmætan tilgang með Zuism.Vísir Ósannað að blekkingar hafi virkað og verið grundvöllur greiðslna Í ljósi alls þessa taldi dómarinn að starfsmaður sýslumanns hafi ekki verið í vafa um raunverulegar aðstæður í Zuism heldur hafi hann haft vitneskju um hvernig málum þess var háttað, þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi bræðurna hafa sent sýslumanni rangar upplýsingar eða leynt þeim. Þannig hafi starfsmaður stjórnvalda ekki haft ranghugmyndir um að starfsemi Zuism uppfyllti skilyrði laga. Þvert á móti hefði hann talið gögn sem bræðurnir sendu inn styrkja þá skoðun sína að félagið gerði það ekki, eins og hann bar vitni um fyrir dómi. Lagði dómari ekki mat á hvort að Zuism uppfyllti skilyrði skráningar sem trúfélags eða hefði gert það á þeim tíma sem ákæra náði til. Verulegur vafi væri hins vegar um að bræðurnir hefði með háttsemi sinni styrkt og hagnýtt sér ranga hugmynd starfsmanna stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrðin. „Þannig virðist afstaða stjórnvalda ekki hafa breyst og skráning félagsins sem trúfélags ráðið því að félaginu voru greidd sóknargjöld burtséð frá vitneskju um stöðu félagsins,“ segir í dómsorðinu. Vafa um hvort að Zuism uppfylli skilyrði laga beri að túlka bræðrunum í hag. Því taldi dómarinn ósannað að upplýsingarnar sem þeir sendu og mögulega athafnaleysi hafi styrkt villu stjórnvalda og að sú villa hafi verið ástæða þess að Zuism fékk greidd sóknargjöld frá ríkinu. Því sýknaði dómarinn bræðurna af ákærunni um fjársvik. Þar með var ekki grundvöllur fyrir ákæruliðnum um peningaþvætti og þeir sýknaðir af honum sömuleiðis. Jafnframt var hafnað upptökukröfu á fjármönum Zuism og tveggja annarra félaga í eigu þeirra bræðra sem fjármunir trúfélagsins runnu meðal annars til. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað málsins, þar á meðal málsvarnarlaun bræðranna sem samtals hljóða upp á 24 milljónir króna. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudóminum til Landsréttar. Óskýr framburður og litlar upplýsingar um starfsemina Eins og áður sagði tók dómari ekki afstöðu til hvort að Zuism hafi verið raunverulegt trúfélag. Á einum stað getur hann þess að vafi ríki um hvort að þær athafnir og samkomur sem bræðurnir héldu fram að hefðu verið haldnar teldust samkomur í skilningi laga um trúfélög. Bræðurnir sögðust hafa staðið fyrir samkomum sem nefndust „bjór og bæn“ þar sem félagasmenn hittust yfir drykk. Ef eitthvað er að marka skjal sem fannst á heimili Ágústs Arnar við húsleit voru viðstaddir á slíkum samkomum í flestum tilfellum taldir á fingrum einnar eða í mesta lagi beggja handa. Trúfélagið hafi greitt fyrir veitingar á þessum samkomum. Þá taldi dómari að gögn málsins og framburður bræðrana benda til þess að óreiða hafi verið á skjalagerð og vörslum skjala hjá Zuism og lítil formfesta á starfsemi þess. Bræðurnir séu að mestu leyti einir til sagna um hana þar sem takmörkuð rannsókn hafi farið fram á starfsemi þess. Framburður bæði Ágústs Arnar og Einar hafi um margt verið óskýr og þeir hafi oft borið fyrir sig að þeir myndu ekki eftir atvikum. Þeir hafi litlar upplýsingar gefið um starfsemi Zuism. Bræðurnir neituðu allri sök í málinu og héldu því fram að greiðslur og útgjöld með fjármunum Zuism hafi tengst starfsemi félagsins. Ágúst Arnar sagði meðal annars við skýrslutökur að eldsneytiskaup væru hluti af ferðakostnaði vegna félagsins og fatakaup tengjast mögulegum útiathöfnum á vegum þess. Þá væru peningafærslur vegna víns sem væri geymt á skrifstofu Zuism til að bjóða fólki sem kæmi þar við. Debitkortagreiðslur af reikningi Zuism frá 2017 væru ferðakostnaður vegna ferða erlendis, meðal annars til þess að kynna sér hvað önnur trúfélög væru að gera. Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna Ágúst Arnar og Einar Ágústssyni af ákæru héraðssaksóknara um að þeir hefðu blekkt ríkið til að greiða Zuism á níunda tug milljóna króna og þvættað ávinninginn í síðasta mánuði. Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga vegna loforðs um endurgreiðslur sóknargjalda til félagsmanna sem hópur ótengdur bræðrunum gaf opinberlega árið 2015. Öllum þessum nýju félögum fylgdu sóknargjöld upp á 84,7 milljónir króna frá 2016 til 2018. Í ákæru voru bræðurnir sakaðir um að hafa „styrkt og hagnýtt“ sér ranga hugmynd starfsmanna íslenskra stjórnvalda um að Zuism uppfyllti skilyrði laga um skráð trú- og lífsskoðunafélög. Á meðal skilyrðanna er að stöðugt og virk starfsemi sé í félaganna, þau hafi náð fótfestu hér á landi og að í því sé kjarni félagsmanna sem taki þátt í starfseminni. Engin eiginleg trúariðkun hafi hins vegar farið fram á vegum félagsins og fjármunirnir sem það fékk frá ríkinu hafi ekki runnið til trúariðkunar heldur í aðra og óskylda hluti, þar á meðal til eigin þágu bræðranna sem fóru einir með prókúru Zuism, ráðstöfun fjármuna og stjórn þess. Blekkingar bræðranna voru sagðar hafa falist í að upplýsa stjórnvöld ekki um að félagið uppfyllti ekki skilyrði til að eiga rétt á sóknargjöldum, senda inn röng eða villandi gögn um félagið og málefni þess til stjórnvalda og gefa ranga mynd um félagið opinberlega. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga, hefur haldið eftir sóknargjöldum til Zuism vegna verulegs vafa um að félagið uppfylli skilyrði laga frá því í byrjun árs 2019. Stjórnvöld höfðu lengi efasemdir um starfsemina en greiddu samt Í niðurstöðu Sigríðar Elsu Kjartansdóttur, héraðsdómara, þar sem hún sýknaði bræðurna af öllum kröfum héraðssaksóknara sagði hún verulegan vafa um að meintar blekkingar bræðranna hafi styrkt og hagnýtt ranga hugmynd opinberra starfsmanna um að Zuism uppfyllti skilyrði laganna. Dómurinn féll 8. apríl en hann var fyrst birtur á vefsíðu dómstólsins í dag, rúmum mánuði síðar. Vísaði dómarinn til þess að stjórnvöld sem höfðu eftirlit með starfsemi trúfélaga hafi talið ástæðu til að skoða hvort Zuism uppfyllti skilyrði laga allan þann tíma sem ákæran nær til. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingu hjá sýslumannsembættinu á Norðurlandi eystra sem sér um eftirlit með trúfélögum, hafi þannig sagst fyrir dómi efast um að Zuism hefði átt að fá skráningu sem trúfélag á sínum tíma og starfsemin hafi ekki uppfyllt skilyrði. Hann teldi ekki lögmætan tilgang með trúfélaginu. Dómarinn taldi að þegar sýslumaður birti áskorun um að aðstandendur Zuism gæfu sig fram árið 2015 hafi mátt af því ráða að embættið skoðaði hvort skilyrði væru til að afskrá félagið. Í úrskurði dómsmálaráðuneytisins vegna deilna um hver færi með yfirráð í Zuism árið 2017 hafi ráðuneytið sérstaklega tekið fram að tilefni væri til að sýslumaður kannaði sérstaklega hvort Zuism uppfyllti enn skilyrði þess að vera skráð trúfélag. Á sama tíma og sóknargjöldin voru greidd út hafi ríkið byggt á því í dóms- og stjórnsýslumáli að Zuism uppfyllti ekki skilyrði skráningar sem trúfélag. Þrátt fyrir allar þessar efasemdir starfsmanns sýslumannsembættisins hafi sóknargjöld verið greidd Zuism. Embættið hafi ekki stöðvað greiðslurnar fyrr en við lok ákærutímabilsins. Halldór Þormar Halldórsson, lögfræðingur hjá sýslumanninum á Norðurlandi eystra, sagðist fyrir dómi ekki telja lögmætan tilgang með Zuism.Vísir Ósannað að blekkingar hafi virkað og verið grundvöllur greiðslna Í ljósi alls þessa taldi dómarinn að starfsmaður sýslumanns hafi ekki verið í vafa um raunverulegar aðstæður í Zuism heldur hafi hann haft vitneskju um hvernig málum þess var háttað, þrátt fyrir að héraðssaksóknari teldi bræðurna hafa sent sýslumanni rangar upplýsingar eða leynt þeim. Þannig hafi starfsmaður stjórnvalda ekki haft ranghugmyndir um að starfsemi Zuism uppfyllti skilyrði laga. Þvert á móti hefði hann talið gögn sem bræðurnir sendu inn styrkja þá skoðun sína að félagið gerði það ekki, eins og hann bar vitni um fyrir dómi. Lagði dómari ekki mat á hvort að Zuism uppfyllti skilyrði skráningar sem trúfélags eða hefði gert það á þeim tíma sem ákæra náði til. Verulegur vafi væri hins vegar um að bræðurnir hefði með háttsemi sinni styrkt og hagnýtt sér ranga hugmynd starfsmanna stjórnvalda um að félagið uppfyllti skilyrðin. „Þannig virðist afstaða stjórnvalda ekki hafa breyst og skráning félagsins sem trúfélags ráðið því að félaginu voru greidd sóknargjöld burtséð frá vitneskju um stöðu félagsins,“ segir í dómsorðinu. Vafa um hvort að Zuism uppfylli skilyrði laga beri að túlka bræðrunum í hag. Því taldi dómarinn ósannað að upplýsingarnar sem þeir sendu og mögulega athafnaleysi hafi styrkt villu stjórnvalda og að sú villa hafi verið ástæða þess að Zuism fékk greidd sóknargjöld frá ríkinu. Því sýknaði dómarinn bræðurna af ákærunni um fjársvik. Þar með var ekki grundvöllur fyrir ákæruliðnum um peningaþvætti og þeir sýknaðir af honum sömuleiðis. Jafnframt var hafnað upptökukröfu á fjármönum Zuism og tveggja annarra félaga í eigu þeirra bræðra sem fjármunir trúfélagsins runnu meðal annars til. Ríkissjóður þarf að greiða allan sakarkostnað málsins, þar á meðal málsvarnarlaun bræðranna sem samtals hljóða upp á 24 milljónir króna. Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudóminum til Landsréttar. Óskýr framburður og litlar upplýsingar um starfsemina Eins og áður sagði tók dómari ekki afstöðu til hvort að Zuism hafi verið raunverulegt trúfélag. Á einum stað getur hann þess að vafi ríki um hvort að þær athafnir og samkomur sem bræðurnir héldu fram að hefðu verið haldnar teldust samkomur í skilningi laga um trúfélög. Bræðurnir sögðust hafa staðið fyrir samkomum sem nefndust „bjór og bæn“ þar sem félagasmenn hittust yfir drykk. Ef eitthvað er að marka skjal sem fannst á heimili Ágústs Arnar við húsleit voru viðstaddir á slíkum samkomum í flestum tilfellum taldir á fingrum einnar eða í mesta lagi beggja handa. Trúfélagið hafi greitt fyrir veitingar á þessum samkomum. Þá taldi dómari að gögn málsins og framburður bræðrana benda til þess að óreiða hafi verið á skjalagerð og vörslum skjala hjá Zuism og lítil formfesta á starfsemi þess. Bræðurnir séu að mestu leyti einir til sagna um hana þar sem takmörkuð rannsókn hafi farið fram á starfsemi þess. Framburður bæði Ágústs Arnar og Einar hafi um margt verið óskýr og þeir hafi oft borið fyrir sig að þeir myndu ekki eftir atvikum. Þeir hafi litlar upplýsingar gefið um starfsemi Zuism. Bræðurnir neituðu allri sök í málinu og héldu því fram að greiðslur og útgjöld með fjármunum Zuism hafi tengst starfsemi félagsins. Ágúst Arnar sagði meðal annars við skýrslutökur að eldsneytiskaup væru hluti af ferðakostnaði vegna félagsins og fatakaup tengjast mögulegum útiathöfnum á vegum þess. Þá væru peningafærslur vegna víns sem væri geymt á skrifstofu Zuism til að bjóða fólki sem kæmi þar við. Debitkortagreiðslur af reikningi Zuism frá 2017 væru ferðakostnaður vegna ferða erlendis, meðal annars til þess að kynna sér hvað önnur trúfélög væru að gera.
Dómsmál Zuism Trúmál Tengdar fréttir Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42 Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50
Óljóst hvað verður um sóknargjöld Zuism Ekki liggur fyrir hvort að sýkna stjórnenda trúfélagsins Zuism af ákæru um fjársvik og peningaþvætti hafi áhrif á greiðslur sóknargjalda til félagsins sem hafa verið fryst í meira en þrjú ár. Enn eru hátt í þúsund félagsmenn í Zuism. 8. apríl 2022 16:42
Sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við Zuism Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sýknaðir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Þá var kröfu ákæruvaldsins um upptöku á eignum þeirra hafnað. 8. apríl 2022 15:04
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent