Börnin eiga betra skilið - Bíddu pabbi Geir Ólafsson skrifar 10. maí 2022 18:00 Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Kópavogur Mest lesið Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 3003 Elliði Vignisson Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Sem faðir og einstaklingur í okkar samfélagi er sorglegt til þess að hugsa að ungt fólk, börn með fjölþættan vanda, þurfi að bíða eftir greiningum á sínum vanda svo árum skiptir. Lífskeið barns er stutt og hver mínúta, hver klukkustund er mikilvæg. Svo árum skiptir hafa læknar Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL) barist fyrir því að úr þessu ástandi verði bætt. Í lögum nr. 83/2003 um Ráðgjafa- og greiningastöð ríkisins segir í 1. mgr. laganna: ,,Markmið laga þessara er að tryggja að börn með alvarlegar þroskaraskanir sem geta leitt til fötlunar fái greiningu, ráðgjöf og önnur úrræði sem miða að því að draga úr afleiðingum röskunarinnar, enn fremur að tryggja öflun, viðhald og miðlun fræðilegrar þekkingar á þessu sviði." Vandi barnanna er mikill og aðstandendur þeirra oftar en ekki ráðþrota. Miðflokkurinn vill koma upp e.k. forgreiningu á stöðu barna sem fagfólk á vegum borgarinnar gætu mótað. Með því má styðja betur við skóla, börnin og aðstandendur þeirra. Í 3. mgr. segir að markmið; „Ráðgjafar- og greiningarstöðvar er fjölþætt og fjölskyldumiðuð með áherslu á snemmtæka íhlutun. Leiðarljós þjónustunnar er að stuðla að sjálfsbjörg barns og virkri þátttöku þess í samfélaginu.“ Taki það aðstandendur barna mörg ár að fá viðeigandi greiningu á barni, svo grípa megi inn með snemmtækri íhlutun, er raunveruleg hætta að barn fái ekki rétta meðferð, rétt lyf og viðeigandi úrræði önnur. Hér gæti verið um vandamál vegna málþroska, lesblindu og margvísleg þroskafrávik önnur. Ekki aðeins er mikilvægt að bregðast ekki barninu heldur ekki síður að tryggja foreldrum og öðrum aðstandendum blómlega framtíð fyrir barnið. Börn með fötlun eiga þennan rétt og sáttmáli Sameinuðuþjóðanna um málefni þeirra staðfestir það. Ekki er séð, þrátt fyrir barnamála- eða heilbrigðisráðherra, að það sé brugðist skjótt við. Foreldrar hafa þurft að berjast fyrir réttindum fatlaðra barna sinna svo úr þeim mörgum er úr allur þróttur og vonleysi blasir við. Við í Miðflokknum erum raunsönn, framkvæmum það sem við höfum lofað og mun ég gera mitt allra besta til að standa vörð um þennan málstað. „Bíddu pabbi, bíddu mín, bíddu því ég kem til þín.“ Við munum ekki láta ykkur bíða of lengi. Höfundur er tónlistarmaður
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar