Samstarfið ekki endilega það sem kjósendur kölluðu eftir Bjarki Sigurðsson og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 22. maí 2022 20:00 Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík, segir að mögulegt samstarf flokksins með Samfylkingunni, Pírötum og Viðreisn sé ekki endilega það sem kjósendur flokksins hafi kallað eftir. Hann muni ræða við flokksmenn á morgun um stöðu mála. Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Í dag greindi Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, frá því að hún ætlaði að standa með bandalagi sínu við Pírata og Samfylkinguna í borginni og bauð Framsóknarflokknum til meirihlutaviðræðna með bandalaginu. Þar með útilokaði hún samstarf Viðreisnar og Sjálfstæðisflokksins í næsta meirihluta. Einar ætlar að melta þessar upplýsingar áður en hann gengur til formlegra viðræðna. „Þetta fækkar valkostunum. Núna erum við í því að melta þessar upplýsingar. Ég hef ákveðið að kalla saman fund Framsóknarfólks í Reykjavík og ræða þar þá stöðu sem er komin upp í borgarmálunum. Við höfum talað skírt í þessari kosningabaráttu um það að við erum tilbúin að vinna bæði með hægri og vinstri. Það er bara eins og gengur. Það er málefnalegur samhljómur með flestum flokkum þannig við erum tilbúin að ræða við alla,“ sagði Einar í samtali við fréttastofu í kvöld. Hann segir það vera málefnalegur samhljómur með flestum flokkum og því sé hann tilbúinn að ræða við alla. „Ég skal alveg viðurkenna það að þetta er ekki sú ásýnd breytinga sem ég held að kjósendur hafi verið að kalla eftir, að þeir þrír flokkar sem eru þarna í stöðunni, að það verði niðurstaðan að við göngum til liðs við þá. En samt sem áður, það er lýðræðisleg krafa um það að það verði gerðar breytingar í borginni og við í Framsókn ætlum að svara henni.“ Hann segist ekki gera kröfu um borgarstjórastólinn heldur skipti það meira máli að ná saman um málefnin. „Ég hef sagt það frá því að úrslitin voru ljós að mér finnst ekki skynsamlegt að setja fram einhverjar kröfur, afarkosti, áður en að menn byrja að ræða um málefnin.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Viðreisn Píratar Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira