„Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. maí 2022 11:50 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“ Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Yfirlýsing séra Davíðs Þórs Jónssonar í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hann að sérstakur staður sé í helvíti fyrir fólk sem selji sál sína fyrir völd og vegtyllur, og vísaði þar í aðgerðaleysi stjórnvalda vegna fjöldabrottvísana sem standa til á næstunni. „Í fréttum er það helst að fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest“ á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn í lögsögu hvers ríkis - óháð því með hvaða hætti þau komu þangað,“ skrifaði Davíð Þór í færslu á Facebook í gær. Agnes Sigurðardóttir biskup Íslands gagnrýndi sjálf stjórnvöld fyrir fyrirhugaðar brottvísanir í gær. Hún veitti hins vegar Davíð Þór formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. „Mér finnst nú gagnrýni biskups Íslands og sóknarprests Þjóðkirkjunnar eðlisólík,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. „Og ég verð að segja það að mér finnst ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf.“ Á meðal þeirra sem gagnrýndu Davíð Þór fyrir ummælin var Björn Ingi Hrafnsson ritstjóri á Viljanum. Hann skrifar á Facebook í gær að hann hafi andstyggð á því að fólk sem hér hafi skotið rótum sé sent úr landi. Hann sé hins vegar feginn því að Davíð Þór sé ekki hans sóknarprestur og bendir á að Davíð Þór sé fyrrverandi sambýlismaður Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og sendi henni í færslu sinni „ómerkilega skítapillu.“
Þjóðkirkjan Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26 Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17 Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Sjá meira
Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. 24. maí 2022 15:26
Segir reglurnar túlkaðar þröngt og alls ekki af mildi og mannúð Fyrirhuguð fjöldabrottvísun stríðir gegn kristnum gildum að sögn Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands. Til stendur að brottvísa til Grikklands hátt í þrjú hundruð hælisleitendum. Margir þeirra hafa verið hér um langt skeið vegna kórónuveirufaraldursins, fest rætur og myndað tengsl við land og þjóð. 24. maí 2022 14:17