„Fjandinn laus þessa nóttina“ Eiður Þór Árnason skrifar 29. maí 2022 07:20 Lögregla þurfti að sinna verkefnum af ýmsum toga í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm „Eftir rólega föstudagsnótt varð fjandinn laus þessa nóttina.“ Svona hefst dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem send var út á sunnudagsmorgun en hundrað mál voru skráð hjá lögreglunni frá klukkan 17 til 5. Gistu tíu manns fangaklefa eftir nóttina. Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna. Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira
Að sögn lögreglu var maður handtekinn í Grafarvogi vegna líkamsárásar þar sem hann réðst á nágranna sinn og var vistaður í fangaklefa. Þá hafi framleiðsla fíkniefna verið stöðvuð í Breiðholti og einn einstaklingur handtekinn en sleppt að lokinni skýrslutöku. Annar maður hafi verið handtekinn í Breiðholti vegna hótanna, eignaspjalla og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangaklefa. Talsverðar skemmdir vegna eldsvoða Fram kemur í tilkynningu frá lögreglu að maður og kona hafi verið handtekin í Kópavogi vegna líkamsárásar og eignaspjalla og þau bæði vistuð í fangaklefum. Sömuleiðis hafi manni verið vísað út af veitingastað í sama sveitarfélagi eftir að hann hafði verið til vandræða þar innandyra. Eldur kviknaði í fyrirtæki í Laugardal og urðu þar talsverðar skemmdir. Líkt og Vísir greindi frá í gær er um að ræða rafhlaupahjólaleigu og -verkstæði OSS í Skútuvogi. Að sögn lögreglu var maður í annarlegu ástandi sem var til vandræða handtekinn fyrir utan skemmtistað í Hafnarfirði. Maðurinn fluttur á lögreglustöð þar sem farið var yfir málið með honum og í framhaldi var honum sleppt. Afskipti hafi síðan verið höfð af manni í annarlegu ástandi sem hafi dottið á höfuðið á rafmagnshlaupahjóli í Garðabæ. Maðurinn fluttur á slysadeild með sjúkrabíl til aðhlynningar. Hótaði lögreglu Sömuleiðis kemur fram í dagbók lögreglu að maður hafi verið handtekinn í miðbæ Reykjavíkur og vistaður í fangaklefa vegna líkamsárásar. Var árásaþoli fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Þá hafi annar verið handtekinn sagður hafa angrað gesti í miðbænum. Að sögn lögreglu var maðurinn í annarlegu ástandi og vistaður í fangaklefa þar sem hann var ekki í ástandi til að vera úti meðal fólks. Sá þriðji var handtekinn eftir að hafa verið til vandræða niðri í miðbæ. Að sögn lögreglu neitaði maðurinn að gefa upp nafn, reyndi að sparka í lögreglu og hafði í hótunum. Var sá vistaður í fangaklefa. Höfðu afskipti að krökkum með kannabis Lögregla handtók mann í Garðabæ vegna ölvunaraksturs og umferðaróhapps en maðurinn var vistaður í fangaklefa, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Annar ökumaður hafi verið handtekinn og vistaður í fangaklefa eftir að hafa reynt að flýja af vettvangi þegar hann var stöðvaður fyrir akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Einnig segir í dagbók lögreglu að afskipti hafi verið höfð af fimm ungum krökkum sem voru að reykja kannabis. Málið hafi verið afgreitt með foreldrum og barnavernd. Einnig hafi lögregla komið nokkrum borgurum til aðstoðar þar sem voru í svo annarlegu ástandi að þeir voru ósjálfbjarga sökum ölvunar. Alls hafi níu ökumenn stöðvaðir fyrir akstur undir áhrifum og/eða fíkniefna.
Lögreglumál Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Garðabær Næturlíf Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fleiri fréttir Mikill kraftur í íslenska atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Sjá meira