Fyrrverandi nágranni segir manninn hafa þurft sértæk úrræði Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. júní 2022 15:41 Skúli Þór segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. Samsett Skúli Þór Hilmarsson bjó í þrettán ár í sama húsi og maðurinn sem grunaður er um að hafa barið nágranna sinn til bana í gær. Hann segir manninn hafa skapað ógn og mörgum hafi staðið stuggur af honum í lengri tíma. Lögreglu hafi verið gert viðvart í fjölda skipta en vegna úrræðaleysis hafi ekkert gerst í málinu. „Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr. Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Þetta er ekki maður sem ætti að búa meðal annars fólks,“ segir Skúli sem bjó í húsinu ásamt fjölskyldu sinni. Hann segir dætur sínar hafa verið hræddar við manninn. „Þetta er stór og mikill maður og hann gerði í því að vera ógnvænlegur, þá skipti engu máli hvort það var við mig eða litlu dætur mínar, og þær voru skíthræddar við hann.“ Ein af ástæðunum fyrir að hann flutti Komið hefur fram að lögreglu hafi tvisvar verið gert viðvart í gær vegna ofbeldishegðunar mannsins gagnvart nágrönnum sínum. Maðurinn var þó ekki fjarlægður af heimili sínu, þar sem hann býr með móður sinni. Nokkrum tímum síðar fannst íbúi í kjallara hússins látinn. Stuttu síðar var umræddur maður handtekinn grunaður um að hafa barið nágranna sinn til bana. Skúli segir ljóst að maðurinn hefði átt að fá viðunandi aðstoð og búa við aðrar aðstæður enda greinilega mjög veikur. „Ég reyndi alltaf að vera almennilegur við hann en hann var afar óþægilegur. Ein af ástæðunum fyrir að við fluttum úr húsinu var að dætrum mínum þótti svo óþægilegt að mæta honum og voru hræddar við hann.“ Skúli segir fleiri en íbúa hússins hafa kvartað undan honum, oft hafi skapast umræða um hann á hverfasíðunni á Facebook enda hafi maðurinn verið gripinn við að vera vondur við dýr.
Manndráp í Barðavogi Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54 Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Fjarlægðu ekki manninn þrátt fyrir tvær tilkynningar um ofbeldisfulla hegðun Maðurinn sem lögregla telur að hafi verið myrtur í Barðavogi í Reykjavík í gær og sá sem handtekinn var grunaður um morðið bjuggu í sama húsi. Aðstoðar lögreglu hafði verið óskað vegna þess síðarnefnda fyrr um daginn. Þetta herma heimildir fréttastofu. 5. júní 2022 13:54
Barsmíðar hafi leitt til dauða mannsins Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn í gærkvöld vegna gruns um morð í Barðavogi í Reykjavík. 5. júní 2022 07:34