Sóttu jólastyttu fulla af kókaíni á pósthúsið á Stórhöfða Atli Ísleifsson skrifar 9. júní 2022 08:08 Lögregla kom hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn í fangelsi fyrir tilraun til stórfellds fíkniefnainnflutnings þar sem þeir sóttu pakka á pósthús þar sem í var jólastytta með um kíló af kókaíni innan í. Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins. Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Annar mannanna var dæmdur í 21 mánaða fangelsi og hinn átján mánaða fangelsi. Til frádráttar kemur gæsluvarðhald sem þeir sættu vikulangt í desember 2021 vegna málsins. Í dómi héraðsdóms segir að fíkniefnin hafi borist með póstsendingu frá Þýskalandi og verið stíluð á mann sem bæri „algengt íslenskt nafn“, heimilisfang sem ekki var til og á óskráð símanúmer. Stóð um innihald sendingarinnar að þetta væri „dekofigur“. Kom fyrir gerviefnum Tollgæslan hafði haft samband við lögreglu og bent á sendinguna þar sem ætluð fíkniefni hafi fundist. Lögregla kom þá hlustunar- og staðsetningarbúnaði fyrir í póstsendingunni og var gerviefnum komið fyrir í stað fíkniefnanna. Í desember 2021 var svo haft eftirlit með pósthúsi Íslandspósts á Stórhöfða í Reykjavík og komu mennirnir þangað til að sækja pakkann 9. dag mánaðarins. Áhyggjur að fylgst væri með þeim Mennirnir, sem eru albanskir ríkisborgarar, neituðu báðir sök í málinu og sagði annar þeirra einungis hafa verið að skutla félaga sínum á pósthúsið gegn gjaldi á meðan sá sem sótti pakkann sagðist hafa verið að sækja pakkann fyrir mann sem hafi ekki komist á pósthúsið og beðið hann um að gera það gegn 15 þúsund króna greiðslu. Dómari í málinu taldi það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru.Vísir/Vilhelm „Í skýrslum lögreglu liggja fyrir lýsingar á hátterni ákærðu við pósthúsið og bera þær með sér að ákærðu hafi verið varir um sig og haft áhyggjur af því að fylgst væri með þeim. Eftir að sendingin var afhent fóru þeir saman inn í bíl og ræddu saman. Eftir skamma stund hringdi sími ákærða [annars mannanna] og ákærðu áttu stutt samtal við mann sem m.a. spurði hvort ákærðu hefðu náð í „það“, sem [annar ákærðu] svaraði með því að þeir hefðu náð í „það“ og væru með það hjá sér í bílnum,“ segir í dómnum, en mennirnir voru svo handteknir eftir að hafa farið með sendinguna úr eigin bíl og yfir í leigubíl. Langsóttar og ótrúverðugar skýringar Dómari í málinu telur skýringar mannanna afar langsóttar og ótrúverðugar, en hvorugur þeirra vildi kannast við að eiga síma sem fannst í fórum þeirra með símanúmeri sem skráð var fyrir póstsendingunni . Taldi dómari það hafið yfir skynsamlegan vafa að ákærðu hafi gerst sekir um tilraun til stórfellds fíkniefnalagabrots líkt og lýst var í ákæru. Mennirnir eru einnig dæmdir til greiðslu málsvarnarlauna verjenda sinna, samtals rúmar fjórar milljónir króna, og sakarkostnaðar. Þá sæti þeir upptöku á fíkniefnum, farsímum, og reiðufé sem lögregla lagði hald á verið rannsókn málsins.
Dómsmál Tollgæslan Smygl Fíkniefnabrot Pósturinn Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels