Borgin fjarlægði og týndi heimiliskettinum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. júní 2022 18:54 Guðmundur Felixson er eigandi Nóru sem hefur nú verið týnd í sólarhring langt frá hennar heimahögum. samsett Nóra, köttur leikaraparsins Guðmundar Felixsonar og Þuríðar Blævar Jóhannsdóttur, er týndur. Nágranni þeirra hafði ítrekað kvartað yfir Nóru en á laugardag höfðu starfsmenn Reykjavíkurborgar fjarlægt hana og komið fyrir í kattageymslu Reykjarvíkurborgar, án þess að láta eigendur vita. Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu. Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Þau Guðmundur og Blær komust ekki að því hvar Nóra væri niður komin fyrr en nú síðdegis á mánudag en Nóra slapp úr haldi Reykjavíkurborgar í gær. Nóra er því týnd einhvers staðar í Laugardalnum, langt frá hennar heimahögum í Vesturbænum. Eigendum ekki gert viðvart Nágranni Guðmundar hafði kvartað yfir Nóru sem hafði ítrekað rótað og kúkað í beðum hennar. „Nóra er því miður búin að venja sig á það að kúka í beðum og nágranninn greip því til þessa úrræðis, að fá Reykjavíkurborg til að fanga hana koma fyrir í einhverri kattageymslu í Laugardalnum sem mér skilst að sé eitthvað tengt Húsdýragarðinum. Hún hefur sennilega kvartað nokkuð oft því þetta eiga að vera bara akút tilfelli sem enda þarna,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Guðmundur er ósáttur við vinnubrögð borgarinnar enda hafi þeim ekki borist nein tilkynning um að búið væri að fjarlægja Nóru. Þau hafi þvert á móti þurft að ganga á eftir þvi að fá vitneskju um afdrif hennar. „Við vissum að nágrannanum væri illa við Nóru og hún hafði einhvern tímann minnst á að nýta sér þetta úrræði. Þegar ég talaði við hana sagðist hún hafa látið Reykjavíkurborg fjarlægja köttinn. Við þurftum síðan bara að finna út úr því hvar kötturinn væri.“ Þegar Guðmundur náði loks sambandi við Reykjavíkurborg kom í ljós að Nóra hafði sloppið úr þeirra umsjá. „Þau höfðu semsagt týnt Nóru áður en búið væri að greina örmerkið hennar, þannig þau vissu í raun ekkert hver eigandinn væri. Í staðinn fyrir að reyna að hafa samband við þann sem kvartaði og mögulega fá upplýsingar um eigendur þannig, báðu þau bara eftir að við myndum hringja. Þannig núna er hún búin að vera týnd í Laugardalnum í sólarhring, langt frá heimili hennar í Vesturbænum.“ Sérstakt að svona lítið þurfi til Guðmundur furðar sig jafnframt á því að Reykjavíkurborg skuli grípa til þessa úrræðis við slíkar aðstæður. „Þetta er vissulega ónæði og mjög leiðinlegt að Nóra sé búin að venja sig á svona ósiði. En ég get ekki séð að það sé akút tilfelli sem að krefst þess að kötturinn sé fjarlægður úr hverfinu sem er nú þegar uppfullt af köttum.“ „Mér skilst að Reykjavíkurborg sé nánast hætt að beita þessu úrræði og það eigi bara að gera svona þegar allt annað hefur verið reynt. Það hefði að minnsta kosti átt að hafa samband við okkur fyrst.“ Guðmundur biður fólk um að hafa augun opin fyrir Nóru en hann kveðst vongóður um að hún finnist enda hafi færsla hans fengið mikla dreifingu.
Gæludýr Reykjavík Kettir Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira