„Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. júní 2022 12:35 Katrín Jakobsdóttir flutti ávarp á Austurvelli í tilefni þjóðhátíðardagsins. Vísir/Friðrik Heimsfaraldur, stríð í Úkraínu og auðlindir Íslands voru meðal þess sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talaði um í ávarpi sínu í tilefni þjóðhátíðardags Íslendinga. Dagurinn markar 78 ára afmæli íslenska ýðveldisins. „Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
„Fyrir réttu ári vorum við enn að kljást við heimsfaraldurinn. Í honum sýndu íslenskt samfélag og heilbrigðiskerfi styrk sinn og á ótrúlega skömmum tíma er samfélagið orðið aftur eins og Erilborg sem ég las um sem barn í bókinni Öll erum við önnum kafin í Erilborg,“ sagði Katrín í upphafi ræðu sinnar. Katrín sagði stefnu Íslands gagnvart varnarmálum skýra. Íslensk stjórnvöld standi afdráttarlaust við bakið á Úkraínu. „Þá er rætt um að Ísland endurskoði öryggis- og varnarmál sín og það er auðvitað viðvarandi verkefni stjórnvalda á hverjum tíma út frá aðstæðum í heiminum. Sú vinna er í gangi meðal annars í tengslum við nýtt hættumat og endurskoðun þjóðaröryggisstefnu Íslands á vettvangi Þjóðaröryggisráðs. Fregna af hvoru tveggja er að vænta á síðari hluta þessa árs,“ sagði Katrín. „Ísland er og verður herlaus þjóð sem byggir fullveldi sitt á virðingu fyrir alþjóðalögum og virku samstarfi við önnur ríki á vettvangi alþjóðastofnana,“ sagði Katrín og bætti við að Ísland sé málsvari friðar og afvopnunar. Orkumálin mikilvæg og stjórnmálamanna að tryggja árangur í loftslagsmálum Katrín sagði þá mikilvægt fyrir íslensku þjóðina að hún héldi yfirráðum yfir orkuauðlindinni og ítrekaði að marka þurfi ramma utan um hvernig arðurinn af nýjum auðlindum er nýttur. „Orkuauðlindin og yfirráð yfir henni eru hluti af fullveldi okkar. Þar blasa við álitamál nú þegar við viljum tryggja orkuskipti til að ná árangri í baráttunni við loftslagsvána. Það er okkar stjórnmálamannanna að tryggja að þau umskipti þjóni því markmiði að tryggja lífsgæði og lífskjör þeirra sem hér búa samhliða því að ná árangri í loftslagsmálum,“ sagði Katrín. „Við þurfum líka að marka ramma um það hvernig arðurinn af orkuauðlindinni, ekki síst hinni nýju orkuauðlind sem er beislun vindorkunnar, renni til samfélagsins. Þar þarf að skrifa leikreglurnar nú þegar, því staðan er sú að einkaaðilar, innlendir og erlendir, hafa merkt sér svæði víða um land sem þeir telja ákjósanleg til nýtingar.“ Ísland standi áfram vörð um lýðræðið Hún sagði þá lýðræðið hafa átt undir högg að sækja og við mættum ekki sofa á verðinum. Á alþjóðavettvangi hafi Ísland stillt sér upp í það hlutverk að vera málsvari mannréttinda og lýðræðis og engin vanþörf sé á slíkum málsvara. Lýðræðið hefur átt undir högg að sækja víða um heim á undanförnum árum. Við þurfum stöðugt að halda vöku okkar. Lýðræðið getur horfið á einni svipstundu, jafnvel þótt það hafi lengi verið við lýði. Í dag, þegar við fögnum því að lýðveldið Ísland er 78 ára, þá vil ég segja: Látum lýðræðið verða okkar leiðarljós á þessum þjóðhátíðardegi og öllum þeim dögum sem á eftir honum koma. Lýðræðið á að vera sú saga, það ljóð, sem við kjósum okkur til handa alla tíð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík 17. júní Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira