Sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í Reynisfjöru Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2022 21:53 Reynisfjara er fallegur, en hætttulegur staður. Vísir/Vilhelm. Samráðsfundur stjórnvalda með landeigendum í Reynisfjöru var haldinn í kvöld. Þeir sem sóttu fundinn voru sammála um að ljúka ætti uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Samráðshópur hefur fengið það verkefni að útbúa tímasetta aðgerðaráætlun til að efla öryggi á svæðinu. Í samtali við Vísi segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, Ferðamálastjóri, að fundurinn hafi gengið vel, mikill vilji sé til samstarfs til þess að tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Karpað hefur verið um hvað standi úrbótum á öryggismálum á svæðinu fyrir þrifum. Bent hefur verið á landeigendur sem bent hafa á ríkið. Vonast var til þess að hægt yrði að höggva á hnútinn á fundi í Vík í Mýrdal í kvöld þar sem saman voru komnir fulltrúar meirihluta landeigenda á svæðinu, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála auk fulltrúar annarra stofnanna. Ákveðið að hefja formlegt samstarf Á fundinum kynntu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarnadeildar lögreglunnar á Suðurlandi vinnu við gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru og hugmyndir um uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Íris Guðnadóttir, einn landeiganda kynnti hugmyndir um innviðauppbyggingu og hugmyndir að auknu öryggi í fjörunni. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að taka ákveðin skref í átt til bætts öryggis á svæðinu til skemmri tíma og lengri. Fundarmenn voru einnig sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, almannavarnardeildar lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjargar, Mýrdalshrepps og Ferðamálastofu. Samráðshópurinn geri tímasetta aðgerðaáætlun og skili tillögum sínum til ráðherra ferðamála í síðasta lagi 30. september 2022. Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Í samtali við Vísi segir Skarphéðinn Berg Steinarsson, Ferðamálastjóri, að fundurinn hafi gengið vel, mikill vilji sé til samstarfs til þess að tryggja öryggi ferðamanna á svæðinu. Umræða um öryggi ferðamanna í Reynisfjöru blossar reglulega upp, nú vegna banaslyss sem þar varð á dögunum þegar erlendur ferðamaður lést eftir að alda hreif hann út í sjóinn. Alls hafa tólf alvarleg útköll borist vegna Reynisfjöru frá árinu 2014, þar af hafa fimm látist. Karpað hefur verið um hvað standi úrbótum á öryggismálum á svæðinu fyrir þrifum. Bent hefur verið á landeigendur sem bent hafa á ríkið. Vonast var til þess að hægt yrði að höggva á hnútinn á fundi í Vík í Mýrdal í kvöld þar sem saman voru komnir fulltrúar meirihluta landeigenda á svæðinu, Lilja Alfreðsdóttir ráðherra ferðamála auk fulltrúar annarra stofnanna. Ákveðið að hefja formlegt samstarf Á fundinum kynntu fulltrúar Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og almannavarnadeildar lögreglunnar á Suðurlandi vinnu við gerð áhættumats fyrir Reynisfjöru og hugmyndir um uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Íris Guðnadóttir, einn landeiganda kynnti hugmyndir um innviðauppbyggingu og hugmyndir að auknu öryggi í fjörunni. Fundarmenn voru sammála um nauðsyn þess að taka ákveðin skref í átt til bætts öryggis á svæðinu til skemmri tíma og lengri. Fundarmenn voru einnig sammála um að ljúka uppsetningu viðvörunarkerfis í fjörunni. Fundurinn ákvað að eiga formlegt samstarf um að efla öryggi ferðamanna í Reynisfjöru. Samráðshópur taki til starfa þar sem taki þátt fulltrúar landeigenda, Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar, almannavarnardeildar lögreglunnar á Suðurlandi, Landsbjargar, Mýrdalshrepps og Ferðamálastofu. Samráðshópurinn geri tímasetta aðgerðaáætlun og skili tillögum sínum til ráðherra ferðamála í síðasta lagi 30. september 2022.
Reynisfjara Mýrdalshreppur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00 „Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30 Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00 Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00
Skrifræði ríkisins hafi aftrað úrbótum í Reynisfjöru Talsmaður hóps landeigenda að Reynisfjöru segir að inngrip hins opinbera hafi aftrað úrbótum á öryggismálum í Reynisfjöru. Það sé sárt að heyra því haldið fram að það séu landeigendurnir sem vilji ekki bæta öryggi í fjörunni. 13. júní 2022 20:00
„Ekki boðlegt að fólk sé að deyja þarna við þessar aðstæður“ Erlendur ferðamaður á áttræðisaldri lést í Reynisfjöru í gær. Viðvörunarskilti eru í fjörunni en nokkur banaslys hafa orðið þar á undanförnum árum. Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir erfitt að meta hvað annað væri hægt að gera en takmarka aðgengi að fjörunni til að koma í veg fyrir slys. 11. júní 2022 12:30
Fylgjast með innlyksa fólki í Reynisfjöru Lögreglu- og björgunarsveitarfólk fylgist nú með tveimur ferðamönnum sem urðu innlyksa í Reynisfjöru á flóði. Búist er við að hægt verði að koma þeim til hjálpar þegar fjarar út í kvöld. 14. júní 2022 19:00