Horfur á 5,1 prósent hagvexti í ár en óvissa um verðbólguhorfur Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 13:16 Reykjavík loftmyndir Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar eru horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár og 2,9 prósent árið 2023. Innlend eftirspurn hafi reynst kröftug það sem af er ári en óvissa um verðbólguhorfur innanlands og erlendis hafi aukist. Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október. Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Hagstofa Íslands hefur gefið út þjóðhagsspá að sumri sem tekur til áranna 2022 til 2027. Þar séu horfur á að hagvöxtur verði 5,1 prósent í ár, 2,9 prósent á næsta ári og 2,2 prósent 2024. Samkvæmt spánni jókst verg landsframleiðsla um 8,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi og hefur innlend eftirspurn reynst kröftug. Þá gerir spáin ráð fyrir því að samneysla vaxi um 1,3 prósent í ár og 1,4 prósent að jafnaði árin 2023 og 2024. Reiknað er með að vöxtur fjárfestingar verði 4,6 prósent í ár, knúinn af vexti atvinnuvega- og íbúðafjárfestingar en að fjárfesting hins opinbera dragist lítillega saman. Á næsta ári sé gert ráð fyrir 0,9 prósenta vexti fjárfestingar en hægan vöxt megi rekja til samdráttar í skipa- og flugvélafjárfestingu. Útflutningshorfur hafi batnað þar sem ferðamönnum fjölgaði hraðar á fyrri hluta árs en gert var ráð fyrir. Reiknað sé með að útflutningur aukist um 17,6 prósent í ár og 6,3 prósent á næsta ári. Ferðum Íslendinga erlendis hafi fjölgað auk þess sem vöruinnflutningur hafi verið kröftugur m.a. vegna mikils innflutnings flugvéla. Horfur eru á að innflutningur aukist um 14,3 prósent í ár og 4,1 prósent árið 2023. Verðbólguhorfur versnað Spáin greinir frá því að verðbólguhorfur hafi versnað töluvert, meðal annars vegna aukinnar verðbólgu erlendis, meiri hækkana á húsnæðisverði og aukinnar spennu í hagkerfinu. Gert er ráð fyrir að ársmeðaltal vísitölu neysluverðs hækki um 7,5 prósent í ár og að verðbólga hjaðni hægar en áður var gert ráð fyrir á spátímanum. Reiknað er með að verðbólga verði 4,9 prósent á næsta ári og 3,3 prósent árið 2024. Spenna á vinnumarkaði hafi aukist með meiri efnahagsumsvifum. Eftirspurn eftir starfsfólki sé mikil og hafi atvinnulausum á skrá fækkað frá áramótum. Búist sé við að atvinnuleysi verði að meðaltali 3,8 prósent í ár, 3,7 prósent á næsta ári og 3,8 prósent árið 2024. Forsendur þjóðhagsspár byggja á gögnum sem lágu fyrir í lok maí. Síðast gaf Hagstofan út þjóðhagsspá 29. mars síðastliðinn og næsta útgáfa er fyrirhuguð í október.
Efnahagsmál Húsnæðismál Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira