Fram á nótt að gera allt klárt fyrir fótboltaveisluna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2022 07:00 Hans Jakob Pálsson, Kristján Þorsteinsson og Sævar Pétursson voru þvingaðir af blaðamanni til að stilla sér upp á einni mynd á milli verka. Þeir áttu enn nokkuð verk óunnið en höfðu engar áhyggjur af því enda vanir menn. Vísir/Kolbeinn Tumi Fjórir af hörðustu KA-mönnum Akureyrarbæjar voru á fullu í gærkvöldi að græja síðustu knattspyrnuvellina þar sem spilað verður á fjölmennasta strákamóti ársins næstu daga. Fyrsta helgin í júlí er fram undan og venju samkvæmt liggur straumurinn norður. Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta. Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Að minnsta kosti í tilfelli 1960 ellefu og tólf ára drengja sem eru á leiðinni á sitt eigið heimsmeistaramót. Keppni hefst klukkan tólf í dag og keppt langt fram á kvöld. „Það er yfirleitt svona, verið að græja þetta fram á síðustu stundu,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, sem var einn fjórmenninga á fullu við að stika nokkra af keppnisvöllunum á tólfta tímanum í gærkvöldi. Andri Freyr Björgvinsson dugnaðarforkur var sömuleiðis píndur í myndatökuVísir/Kolbeinn Tumi Spilað verður sjö gegn sjö. Á fimmta tug félaga senda samanlagt tvö hundruð lið til þátttöku. 198 strákalið, með einstaka stelpu í liðinu, og svo eru KA og Þór með stelpulið sem etja kappi við strákana. Sævar segir spennuna alltaf mikla í bænum fyrir mótinu. Reikna má með því að fjórir til fimm fylgi hverjum keppanda á mótið og því fjölgi fólki í bænum um tíu þúsund á meðan mótinu stendur. Leikið er miðvikudag til laugardags en Sævar segir marga staldra við til sunnudags. Borð á fjölmörgum veitingastöðum bæjarins eru fullbókuð næstu kvöld og reikna má með örtröð í einhverja alvinsælustu sundlaug landsins, Sundlaug Akureyrar, með sínum spennandi rennibrautum. Einn af fjölmörgum völlum sem keppt verður á í höfuðstað Norðurlands næstu daga.Vísir/Kolbeinn Tumi En hvað með veðrið? Sævar vísar í veðurspár sem gera ráð fyrir ágætu veðri miðvikudag og fimmtudag. KA-menn vonast bara eftir því að það rigni ekki of mikið þegar á mótið líði. Það geri allt erfiðara þegar sé blautt. En svo verði að taka spám með fyrirvara. Spáð hafi verið úrkomu í gær en ekki fallið dropi úr lofti. Hvernig sem viðrar verður fjörið á Akureyri næstu daga og bætist í fjörið þegar eldri knattspyrnuiðkendur mæta á árlegt Pollamót Þórs. Næstu dagar á Akureyri munu snúast um fótbolta.
Íþróttir barna Akureyri KA Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira