Síminn Sport hækkað um 40 prósent frá áramótum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 12:29 Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Vísir/Vilhelm Síminn hefur ákveðið að hækka verð á flestum vörum sínum en hækkanirnar taka gildi næstu mánaðamót. Þar á meðal hækkar verðið á Símanum Sport í 4.900 krónur en frá áramótum hefur verðið á sportpakka Símans hækkað um 40 prósent. Vísi barst ábending um að verðið á Símanum Sport væri að hækka á næstunni vegna mikillar kostnaðaraukningar í nýjum samningum um Enska boltann. Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Það gerir 40 prósent hækkun á rúmu hálfu ári. Aðspurður um ástæður fyrir hækkunum á Símanum Sport sagði Guðmundur Jóhannesson, upplýsingafulltrúi Símans, að hækkanirnar væru hluti af mörgum samverkandi þáttum eins og víða annars staðar. Hins vegar sagði Guðmundur að næsta tímabil enska boltans væri einnig fyrsta tímabilið sem hæfist á nýjum samningi. Í ár hafi verið nýtt útboð og þar gerður nýr kaupsamningur þar sem sjónvarpsréttindin voru keypt til næstu þriggja ára. Aukin verðbólga og dýrari aðföng hafi áhrif Blaðamaður talaði einnig við Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum, um fyrirhugaðar breytingar á verðskránni en hann sagði ástæðurnar fyrir hækkunum vera aukna verðbólgu og dýrari aðföng auk þess sem það væri langt síðan fyrirtækið hefði hækkað verð. „Það er langt síðan við höfum hækkað verð á sumar vörur og við erum að horfa á rekstrarhorfur okkar næstu vetur í 8,8 prósent verðbólgu og með dýrari aðföngum á ýmsu,“ sagði Magnús. „Þetta er ekki bundið við sportpakkann, við erum að hækka Premium, við erum að hækka Heimilispakkann. Við erum með þverhækkun á flestar vörur.“ Þó segir hann að það komi ekki bara til hækkunar af því það sé verið að stækka pakkana. Yfir heildina sé þó verið að hækka verðið á flestum vörum. Hins vegar munu áskrifendur Símans Sport ekki finna fyrir hækkunum fyrr en í ágúst þar sem fyrirtækið rukkar ekki fyrir íþróttapakkann yfir sumarmánuðina. Verðlag Kjaramál Fjölmiðlar Neytendur Síminn Fjármál heimilisins Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Vísi barst ábending um að verðið á Símanum Sport væri að hækka á næstunni vegna mikillar kostnaðaraukningar í nýjum samningum um Enska boltann. Frá áramótum hefur verðið á Símanum Sport farið úr 3.500 krónum á mánuði í 4.900 krónur á mánuði. Það gerir 40 prósent hækkun á rúmu hálfu ári. Aðspurður um ástæður fyrir hækkunum á Símanum Sport sagði Guðmundur Jóhannesson, upplýsingafulltrúi Símans, að hækkanirnar væru hluti af mörgum samverkandi þáttum eins og víða annars staðar. Hins vegar sagði Guðmundur að næsta tímabil enska boltans væri einnig fyrsta tímabilið sem hæfist á nýjum samningi. Í ár hafi verið nýtt útboð og þar gerður nýr kaupsamningur þar sem sjónvarpsréttindin voru keypt til næstu þriggja ára. Aukin verðbólga og dýrari aðföng hafi áhrif Blaðamaður talaði einnig við Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóra miðla hjá Símanum, um fyrirhugaðar breytingar á verðskránni en hann sagði ástæðurnar fyrir hækkunum vera aukna verðbólgu og dýrari aðföng auk þess sem það væri langt síðan fyrirtækið hefði hækkað verð. „Það er langt síðan við höfum hækkað verð á sumar vörur og við erum að horfa á rekstrarhorfur okkar næstu vetur í 8,8 prósent verðbólgu og með dýrari aðföngum á ýmsu,“ sagði Magnús. „Þetta er ekki bundið við sportpakkann, við erum að hækka Premium, við erum að hækka Heimilispakkann. Við erum með þverhækkun á flestar vörur.“ Þó segir hann að það komi ekki bara til hækkunar af því það sé verið að stækka pakkana. Yfir heildina sé þó verið að hækka verðið á flestum vörum. Hins vegar munu áskrifendur Símans Sport ekki finna fyrir hækkunum fyrr en í ágúst þar sem fyrirtækið rukkar ekki fyrir íþróttapakkann yfir sumarmánuðina.
Verðlag Kjaramál Fjölmiðlar Neytendur Síminn Fjármál heimilisins Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira