Fólk gleymi þreytunni í gleðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 2. júlí 2022 11:57 45 lið eru skráð til leiks á Pollamótinu í ár. Pollamótið Pollamót Samskipa fer fram á Akureyri um helgina en metþátttaka er á mótinu í ár. Einhverjir eru þreyttir eftir tónleika í gærkvöldi en að sögn knattspyrnustjóra mótsins eru menn fljótir að gleyma því í gleðinni. Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“ Akureyri Fótbolti Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Pollamót Samskipa er haldið ár hvert samhliða N1-mótinu á Akureyri fyrstu helgina í júlí. Keppt er í sjö deildum en 45 lið eru skráð til leiks í ár sem er nýtt met. Mótið hefur gengið frábærlega þrátt fyrir einhver meiðsli. Tjútt gærkvöldsins hefur þó sett strik í reikninginn fyrir suma. „Það hefur bara gengið glimmrandi vel. Auðvitað alltaf eitthvað sem kemur upp á, meiðsli og svona. Hér er fólk á öllum aldri og í alls konar formi að spila fótbolta, sumir eru að spila fótbolta sem hafa aldrei spilað fótbolta eða mjög lítið. Almennt séð hefur þetta gengið mjög vel,“ segir Haraldur Ingólfsson, knattspyrnustjóri mótsins. Mikil sprenging er í þátttöku kvenna á mótinu í ár.Pollamótið Seinni hluti mótsins fer fram í dag en í gærkvöldi tróðu Einar Ágúst og hljómsveitin ClubDub upp fyrir gesti. Því voru einhverjir keppendur þreyttir þegar þeir mættu til leiks í morgun. „Neinei, klukkan níu á laugardegi eru fyrstu lið að mæta eftir skemmtun kvöldsins áður. Þá eru sumir þreyttir en það fer fljótt af mönnum. Það er líka að batna veðrið, það er að hlýna þó það sé ekki alveg glampandi sólskin. Auðvitað eru menn þreyttir en menn gleyma því í gleðinni.“ Þeir allra þreyttustu eru þó heima í dag. „Það er stundum sem það er þannig að aðeins færri mæti á laugardagsmorgnum en eru að spila á föstudögum.“ Það er algengt að keppendur meiðist en Haraldur segir að það fylgi mótinu. „Ég er ekki í stöðu til að meta meiðsli en það hefur þurft að kalla til sjúkrabíl tvisvar held ég. En maður veit ekkert hversu alvarleg meiðslin eru, geta verið krossbandaslys eða tognun. Ein og ein slitin hásin. Það eiginlega fylgir þessu.“
Akureyri Fótbolti Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira