Stefnir að því að verja titilinn Telma Tómasson skrifar 8. júlí 2022 15:13 Árni Björn Pálsson. Vísir/Telma Árni Björn Pálsson er einn afkastamesti afreksknapinn í íslenska hestaheiminum í dag. Hestar undir hans stjórn eru oftar en ekki í úrslitum í flestum keppnisgreinum hestaíþrótta og kynbótahross sýnd með háar hæfileika einkunnir. Árni Björn hefur til að mynda sýnt tæplega þrjátíu kynbótahross á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Hellu, stendur efstur eftir milliriðla í B-flokki gæðinga á Ljósvaka frá Valstrýtu og er einnig efstur eftir forkeppni í tölti T1 á Ljúfi frá Torfunesi. Ljúfur er einstakur hestur Árni Björn og Ljúfur fóru einmitt með sigur af hólmi í töltkeppni á síðasta Landsmóti 2018 í Reykjavík og einnig eru þeir ríkjandi Íslandsmeistarar í greininni. A-úrslit í T1 fara fram á Landsmóti í kvöld, gríðarlega spennandi keppni og einn af hápunktum mótsins. Árni Björn stefnir að sjálfsögðu að því að verja titilinn frá síðasta Landsmóti 2018. Úrslitakeppninni í T1, sem send er út á streymisveitunni AlendisTV, verður einnig í opnu streymi hér á Vísi. „Ég er búin að vinna töltið á þremur Landsmótum í röð og auðvitað stefnir maður alltaf að því að ná efsta sætinu. Ljúfur er einstakur hestur, glæsilegur, með mikið jafnvægi á tölti og mikinn burð. Hann er alveg sérstakur hestur í mínum huga.“ Úrslitakeppnin í tölti hefst klukkan 21 samkvæmt dagskrá. Opnað verður fyrr fyrir beina útsendingu Alendis á Vísi, eða klukkan 19 þegar fram fer sýning ræktunarbúa. Hún er alltaf skemmtileg og er fylgt eftir með brekkusöng og stemningu. Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi unnu töltkeppni með glæsibrag á Landsmótinu 2018.Henk Peterse Veggfóðrað með skipulagsdagskrá Árni Björn er sá einstaklingur sem er með hvað flest hross á mótinu, rúmlega þrjátíu, en til þess að geta sinnt slíku starfi svo vel fari þarf nákvæmt skipulag. Svo ekkert fari úrskeiðis er einn veggur í hesthúsinu veggfóðraður með útprentaðri dagskrá, allt vel undirstrikað með bleikum merkingartússpenna. „Þetta er teymisvinna og samvinna, en ég er með frábært fólk með mér. Það getur enginn einn knapi sinnt allri þessari vinnu sjálfur án aðstoðar. En svo tek ég einnig að mér að sýna hross í kynbótadómi sem fólk er sjálft að þjálfa og það kemur með hrossin til mín klár í þau verkefni sem þeim eru ætluð. Það eru því ekki öll hross í hesthúsinu hjá mér,“ segir Árni Björn þegar stund er milli stríða og fréttamaður nær að stela nokkrum mínútum í þéttri dagskránni. Glæsilegt Landsmót þrátt fyrir sunnlenska veðráttu Árni Björn segir Landsmótið hafi gengið mjög vel, þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða inn á milli. „Þetta er glæsilegt mót, það er hátíðarbragur yfir þessu og hugsað fyrir öllu. Nýjungin sem hér hefur verið bryddað upp á sem er íþróttakeppni til viðbótar við hefðbundna gæðingakeppni á landsmóti, eykur breiddina og gefur bæði fleiri knöpum og hestum tækifæri til að koma hér fram á þessum stærsta viðburði í íslenska hestaheiminum. Með þessu fyrirkomulagi sjáum við alla bestu hesta landsins, í sportinu og gæðingakeppni, sem er ekki síst gaman fyrir allan þann fjölda erlendra gesta sem hingað kemur á þessa einstöku uppskeruhátíð hestamennskunnar. Það eru alltaf margar spurningar sem vakna um framkvæmdina og sitt sýnist hverjum, en ég held að Landsmót fari í ákveðna naflaskoðun núna, enda má alltaf gott bæta.“ Úrslitakeppni í tölti í beinni á Vísi Eins og fyrr segir sýnir Vísir beint frá Landsmóti hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu og lýkur á morgun laugardag. Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og er Vísir á meðan Landsmóti stendur í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér að neðan má sjá nokkur samantektarmyndbönd úr keppni síðasta sólarhringinn. Klippa: A-úrslit í fjórgangi - Landsmót hestamanna Klippa: A-úrslit í fimmgangi - Landsmót hestamanna Klippa: A-úrslit í slaktaumatölti - Landsmót hestamanna Klippa: Sindri frá Hjarðartúni fékk meteinkunn - Landsmót hestamanna Klippa: Gæðingaskeið - Landsmót hestamanna Klippa: 150 metra skeið - Landsmót hestamanna Klippa: 250 metra skeið - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í A-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í B-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í tölti - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit ungmenna - Landsmót hestamanna Landsmót hestamanna Hestar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
Árni Björn hefur til að mynda sýnt tæplega þrjátíu kynbótahross á Landsmóti hestamanna sem nú stendur yfir á Hellu, stendur efstur eftir milliriðla í B-flokki gæðinga á Ljósvaka frá Valstrýtu og er einnig efstur eftir forkeppni í tölti T1 á Ljúfi frá Torfunesi. Ljúfur er einstakur hestur Árni Björn og Ljúfur fóru einmitt með sigur af hólmi í töltkeppni á síðasta Landsmóti 2018 í Reykjavík og einnig eru þeir ríkjandi Íslandsmeistarar í greininni. A-úrslit í T1 fara fram á Landsmóti í kvöld, gríðarlega spennandi keppni og einn af hápunktum mótsins. Árni Björn stefnir að sjálfsögðu að því að verja titilinn frá síðasta Landsmóti 2018. Úrslitakeppninni í T1, sem send er út á streymisveitunni AlendisTV, verður einnig í opnu streymi hér á Vísi. „Ég er búin að vinna töltið á þremur Landsmótum í röð og auðvitað stefnir maður alltaf að því að ná efsta sætinu. Ljúfur er einstakur hestur, glæsilegur, með mikið jafnvægi á tölti og mikinn burð. Hann er alveg sérstakur hestur í mínum huga.“ Úrslitakeppnin í tölti hefst klukkan 21 samkvæmt dagskrá. Opnað verður fyrr fyrir beina útsendingu Alendis á Vísi, eða klukkan 19 þegar fram fer sýning ræktunarbúa. Hún er alltaf skemmtileg og er fylgt eftir með brekkusöng og stemningu. Árni Björn Pálsson og Ljúfur frá Torfunesi unnu töltkeppni með glæsibrag á Landsmótinu 2018.Henk Peterse Veggfóðrað með skipulagsdagskrá Árni Björn er sá einstaklingur sem er með hvað flest hross á mótinu, rúmlega þrjátíu, en til þess að geta sinnt slíku starfi svo vel fari þarf nákvæmt skipulag. Svo ekkert fari úrskeiðis er einn veggur í hesthúsinu veggfóðraður með útprentaðri dagskrá, allt vel undirstrikað með bleikum merkingartússpenna. „Þetta er teymisvinna og samvinna, en ég er með frábært fólk með mér. Það getur enginn einn knapi sinnt allri þessari vinnu sjálfur án aðstoðar. En svo tek ég einnig að mér að sýna hross í kynbótadómi sem fólk er sjálft að þjálfa og það kemur með hrossin til mín klár í þau verkefni sem þeim eru ætluð. Það eru því ekki öll hross í hesthúsinu hjá mér,“ segir Árni Björn þegar stund er milli stríða og fréttamaður nær að stela nokkrum mínútum í þéttri dagskránni. Glæsilegt Landsmót þrátt fyrir sunnlenska veðráttu Árni Björn segir Landsmótið hafi gengið mjög vel, þrátt fyrir að veðrið hafi verið að stríða inn á milli. „Þetta er glæsilegt mót, það er hátíðarbragur yfir þessu og hugsað fyrir öllu. Nýjungin sem hér hefur verið bryddað upp á sem er íþróttakeppni til viðbótar við hefðbundna gæðingakeppni á landsmóti, eykur breiddina og gefur bæði fleiri knöpum og hestum tækifæri til að koma hér fram á þessum stærsta viðburði í íslenska hestaheiminum. Með þessu fyrirkomulagi sjáum við alla bestu hesta landsins, í sportinu og gæðingakeppni, sem er ekki síst gaman fyrir allan þann fjölda erlendra gesta sem hingað kemur á þessa einstöku uppskeruhátíð hestamennskunnar. Það eru alltaf margar spurningar sem vakna um framkvæmdina og sitt sýnist hverjum, en ég held að Landsmót fari í ákveðna naflaskoðun núna, enda má alltaf gott bæta.“ Úrslitakeppni í tölti í beinni á Vísi Eins og fyrr segir sýnir Vísir beint frá Landsmóti hestamanna, sem fram fer á Gaddstaðaflötum á Hellu og lýkur á morgun laugardag. Streymisveitan Alendis TV tryggði sér útsendingarétt á Landsmóti og er Vísir á meðan Landsmóti stendur í samstarfi við Alendis, sýnir daglega samantekt og tengist beinni útsendingu frá völdum dagskrárliðum á kvöldin. Útsendingu frá allri dagskrá má síðan nálgast með áskrift á alendis.is. Hér að neðan má sjá nokkur samantektarmyndbönd úr keppni síðasta sólarhringinn. Klippa: A-úrslit í fjórgangi - Landsmót hestamanna Klippa: A-úrslit í fimmgangi - Landsmót hestamanna Klippa: A-úrslit í slaktaumatölti - Landsmót hestamanna Klippa: Sindri frá Hjarðartúni fékk meteinkunn - Landsmót hestamanna Klippa: Gæðingaskeið - Landsmót hestamanna Klippa: 150 metra skeið - Landsmót hestamanna Klippa: 250 metra skeið - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í A-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í B-flokki - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit í tölti - Landsmót hestamanna Klippa: B-úrslit ungmenna - Landsmót hestamanna
Landsmót hestamanna Hestar Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira