„Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna og það skapar ákveðnar kröfur“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júlí 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson ræðir við Dagnýju Brynjarsdóttur á æfingu íslenska landsliðsins. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, vildi leggja áherslu á jákvæðu hlutina eftir að hafa fengið að melta jafnteflisleikinn á móti Belgum á EM í Englandi. „Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
„Það er margt sem við getum tekið jákvætt út úr þessu. Það sem við lítum líka jákvætt á þetta er að við höfum enn þá stjórna á aðstæðum. Við stýrum því sjálf hversu langt við förum í þessum riðli og hvað við gerum í næsta leik,“ sagði Þorsteinn Halldórsson. Eftir æfinguna á mánudaginn sem snerist að mestu um endurheimt leikmanna sem spiluðu mikið á móti Ítalíu og að koma blóðinu á hreyfingu hjá þeim sem spiluðu minna. Í framhaldinu fór hópurinn að einbeita sér að verkefninu á móti Ítalíu. „Ég er sáttur við margt. Það var gífurleg vinnusemi í þeim og miðjumennirnir hlupu hrikalega mikið. Þær gerðu Belgunum erfitt fyrir í því sem þær eru góðar í sem er að halda boltanum og finna ákveðin svæði. Það voru ekki mörg móment sem þær sköpuðu eitthvað í gegnum eitthvað spil,“ sagði Þorsteinn. „Einu hætturnar voru þegar við töpuðum boltanum á slæmum stað. Að öðru leyti náðu þær ekki upp neinu spili á móti okkur og náðu ekki að ógna okkur þannig nema kannski eftir smá klaufagang hjá okkur,“ sagði Þorsteinn. „Heilt yfir var ég mjög sáttur við leikinn og auðvitað hefðum við viljað vinna þennan leik miðað við það hvernig hann þróaðist. Stig er alltaf betra en ekkert og við stjórnum alla vega framhaldinu eins og er,“ sagði Þorsteinn. Hann segir að stelpurnar setji ekki síður kröfur á þjálfarateymið en þeir á þær. „Þetta eru keppnismanneskjur og auðvitað voru þær fúlar og svekktar að hafa ekki klárað þetta. Þetta eru leikmenn sem vilja bara vinna. Það er gott að vera í svoleiðis hóp og skapar ákveðnar kröfur. Þær setja kröfur á sjálfa sig og setja ákveðnar kröfur á okkur,“ sagði Þorsteinn.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira