„Markmiðið er að leyfa börnunum að vera börn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2022 13:47 Börnin hafa farið á hestbak, í Vatnaskóg og margt fleira á vegum samtakanna Flottafólk. Næst stendur til að halda skapandi sumarnámskeið. Aðsend Kennari sem starfað hefur með úkraínskum flóttabörnum síðustu mánuði freistar þess nú að fjármagna sumarnámskeið fyrir börnin, með sölu á bók nokkurri. Markmiðið með námskeiðinu, og starfinu öllu, er að börnin fái að vera börn. „Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114 Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Þetta er unnið í gegnum samtökin Flottafólk, sem voru stofnuð í kringum ástandið sem skapaðist eftir byrjun stríðsins í Úkraínu,“ segir kennarinn Markús Már Efraím. Samtökin hafa verið með aðstöðu í Guðrúnartúni, þar sem starfrækt hefur verið félagsmiðstöð fyrir flóttafólk. Þar hefur fólk getað hist og borðað kvöldmat, og fengið aðgang að ýmsum nauðsynjum. Auk þess hafa samtökin liðsinnt fólki í leit að húsnæði og atvinnu. „Svo erum við með barnastarf í húsnæði Fíladelfíu í Hátúni, þar sem við höfum verið með dagheimili. Þangað hafa mæður verið að koma með börnin sín svo þau geti hist og leikið sér, og mæðurnar fengið smá pásu. Þá erum við með sálgæslu fyrir mæðurnar á sama stað,“ segir Markús. Brjóta upp daginn hjá börnunum Starf Markúsar hefur aðallega falist í því að skipuleggja ferðir og viðburði fyrir börnin. „Við fórum með 140 manns í dagsferð í Vatnaskóg, við höfum farið með þau í Arena að spila tölvuleiki, trampólíngarðinn Rush, bíó og hestaferðir. Markmiðið er að leyfa börnunum að vera bara börn, en þau komu mörg hver mjög buguð hingað og voru ekki öll í skóla í vor. Þetta snýst um að brjóta upp daginn hjá þeim,“ segir Markús. Í næstu viku er svo fyrirhugað að halda skapandi sumarnámskeið fyrir flóttabörnin. Markús Már Efraím er kennari sem hefur löngum kennt skapandi skrif.Aðsend „Við verðum úti í leikjum, tökum ljósmyndir, lærum að tjá okkur með sögum og ljóðum og fáum listamenn í heimsókn. Ætlunin er að fá í heimsókn eitthvað af því úkraínska listafólki sem hefur komið hingað,“ segir Markús. Hann bætir við að starfsemi Flottafólks, sem hægt er að kynna sér á vefsíðunni helpukraine.is, sé ekki aðeins ætluð úkraínsku flóttafólki. „Samtökin byrja út af ástandinu í Úkraínu og margir sem vinna fyrir þau hafa persónuleg tengsl við landið. Auðvitað er allt flóttafólk velkomið en við höfum mest verið að kynna þetta þessum hópi.“ Skapandi skrif fjármagna skapandi sumarnámskeið Til að fjármagna námskeiðið, sem verður ókeypis að sækja, ætlar Markús að selja bók. Nánar til tekið hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni, sem er eftir nítján unga og upprennandi rithöfunda. Hana er hægt að fá á 1.500 krónur. „Þetta er svona hliðarverkefni hjá mér. Ég hef verið að kenna skapandi skrif í mörg ár og úr varð þessi bók. Ég á svolítið til af þessu og fannst tilvalið að fjármagna námskeiðið með sölu á bókinni,“ segir Markús. Bókina er hægt að panta í gegnum netfangið markusmefraim@gmail.com. Hægt er að kaupa bókina og styrkja sumarnámskeiðið með því að leggja inn á reikning með eftirfarandi upplýsingum: Kennitala: 120182-4129 Reikningsnúmer: 0526-26-100114
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Börn og uppeldi Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira