Ökumaðurinn talinn hafa verið undir áhrifum áfengis og fíkniefna Árni Sæberg skrifar 21. júlí 2022 06:31 Bílarnir tveir eru mikið tjónaðir. Vísir/Vésteinn Einn var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að hafa valdið hörðum árekstri tveggja bifreiða á Arnarnesbrú. Hann er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna og að hafa ekki hagað akstri eftir aðstæðum. Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára. Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Ökumaður hinnar bifreiðarinnar slasaðist í árekstrinum ásamt tveimur sonum sínum, sem voru farþegar. Ekki er vitað nánar um líðan þeirra. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem er óvenjulöng miðað við miðvikudagskvöld. Bátur strandaði við Álftanes Lítil trilla undir sex metrum á lengd strandaði við Álftanes á áttunda tímanum í gærkvöldi. Ekki var talið að hætta væri á ferð en björgunarsveitir voru samt sem áður kallaðar út og mættu með bátaflokk. Þeim tókst að losa bátinn og koma að bryggju um einni og hálfri klukkustund síðar. Þá var tilkynnt um slys í undirgöngum í Garðabæ rétt upp úr klukkan 17 en þar höfðu vespa og reiðhjól skollið saman. Hjólreiðamaðurinn var sextugur karlmaður og slasaðist hann lítillega á fæti. Tveir fimmtán ára drengir voru á vespunni og sluppu þeir ómeiddir. Lögregla ræddi við foreldra þeirra. Sautján ára á 156 kílómetra hraða Rétt upp úr klukkan 2 í nótt var sautján ára ökumaður stöðvaður á Kringlumýrarbraut eftir að hafa mælst á 156 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraði er áttatíu kílómetrar á klukkustund. Pilturinn vildi ekki tjá sig um sakarefnið og var þ´vi færður á lögreglustöð þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Forráðamaður hans sótti hann á lögreglustöðina. Töluvert var um umferðalagabrot í gærkvöldi og í nótt. Þannig var annar ökumaður stöðvaður fyrir of hraðan akstur en sá ók Kringlumýrarbraut á 114 kílómetra hraða á klukkustund. Alls voru sex ökumenn stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þá var tilkynnt um fólk að að nota fíkniefni í kyrrstæðri bifreið í Hafnarfirði upp úr klukkan 9 í gærkvöldi. Á vettvangi voru fimm ungir menn sem viðurkenndu neyslu fíkniefna en þeir höfðu klárað öll efni áður en lögreglu bar að garði. Ungu mennirnir voru allir eldri en átján ára.
Lögreglumál Garðabær Tengdar fréttir Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Sjá meira
Harður árekstur á Arnarneshæð Fjórir voru fluttir á bráðamóttöku vegna áreksturs á Arnarneshæð klukkan rétt rúmlega níu í kvöld. 20. júlí 2022 22:05
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?