Stórt bjarg hrunið úr Gálgaklettum norður af Grindavík Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. ágúst 2022 22:54 Til vinstri má sjá bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum og hægra megin má sjá hvar Gálgaklettar eru staðsettir á korti, merktir með bláu. Skjáskot/Samsett Stórt bjarg hefur hrunið úr Gálgaklettum í Sundhnúk, norðan við Grindavík og skammt austan við fjallið Þorbjörn. Bjargið hefur mögulega hrunið vegna stóra skjálftans sem reið yfir í gærkvöldi og Grindvíkingar segja að sé sá stærsti á undanförnum árum. Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Gunnlaugur Viðar Viðarsson vekur athygli á grjóthruninu í færslu á Facebook-hópnum Jarðsöguvinir þar sem hann birtir myndir frá Gálgaklettum frá því í dag. Bjargið sem hrundi úr Gálgaklettum stendur upp úr miðri moldarskriðunni í brekkunni við klettana.Skjáskot/Facebook Í færslunni segist Gunnlaugur hafa hjólað upp að Gálgaklettum sem séu í Sundhnúk, rétt norðan við Grindavík og að þar hafi „stórt og mikið bjarg“ hrunið úr klettunum og lægi það „í miðri brekkunni.“ Grjóthnullungur hefur oltið niður fjallshlíðina við Þorbjörn.Facebook Þá segist Gunnlaugur í færslunni hafa gætt þess sérstaklega að vera langt frá klettunum ef eitthvað meira skyldi hrynja. Neðar í þræðinum birtir hann svo mynd af grjóthnullungi sem hefur oltið niður fjallshlíð vestan við Þorbjörn. Veðurstofa Íslands hefur einmitt varað fólk við því að fara of nálægt fjöllum og fjallshlíðum vegna hættu á grjóthruni og skriðum. Stærsti skjálftinn á undanförnum árum Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga frá því um hádegisbilið á laugardag og í gærkvöldi átti sér stað stór skjálfti að stærð 5,5 sem olli miklu tjóni í Grindavík. Þar hrundu matvörur úr hillum verslana, myndir og speglar af veggjum á heimilum fólks og leirtau brotnaði um alla Grindavík. Auk þess rofnaði kaldavatnslögn inn í bæinn. Þá funduðu bæjaryfirvöld Grindavíkur með lögreglunni á Suðurnesjum og Almannavörnum til að fara yfir stöðu mála og taka ákvarðanir um viðbúnað og viðbrögð en talið er að ný innskotavirkni sé hafin við ganginn sem myndaðist við eldgosið í Geldingadölum.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04 Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1. ágúst 2022 21:04
Upplifun íbúa að skjálftinn í gær hafi verið sá kröftugasti á síðustu árum Skjálftinn sem reið yfir rétt fyrir klukkan sex í gærkvöldi var einn sá kröftugasti á þeim rúmum tveimur árum sem skjálftavirkni hefur verið viðvarandi á Reykjanesi, að mati margra Grindvíkinga. Innanstokksmunir féllu úr hillum og eitthvað var um smávægilegar skemmdir. Almannavarnanefnd fundar í hádeginu um skjálftana og bæjarstjóri segir vel fylgst með stöðunni. 1. ágúst 2022 14:01