Archer kaupir helming í Jarðborunum Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 09:02 Jarðboranir hf. hafa komið að yfir 300 jarðhitaborholum á síðustu tuttugu árum. Vísir/Vilhelm Alþjóðlega bor- og þjónustufyrirtækið Archer Ltd. hefur keypt 50% hlutafjár í Jarðborunum hf. fyrir 8,25 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 1,13 milljarða íslenskra króna. Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu. Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Seljendur bréfanna eru SF III, sem er félag í rekstri Stefnis hf. og aðrir innlendir hluthafar. Eftir viðskiptin verða Jarðboranir hf. í jafnri eigu Archer og fjárfestingarfélagsins Kaldbaks ehf., dótturfélags Samherja hf. Jarðboranir hf. hefur meira en sjötíu ára reynslu á sviði borana eftir jarðhita. Salan er háð samþykki Samkeppniseftirlitsins. Greint er frá þessu í tilkynningu en þar segir að Archer búi yfir meira en fjögurra áratuga reynslu á sviði borana, þjónustu við olíuleitarfyrirtæki og rannsókna á borholum. Fyrirtækið sé með starfsemi á 45 olíuborpöllum í fjórum heimsálfum og reki 81 færanlegan bor á landi í Suður-Ameríku. Borað yfir 500 borholur hér á landi Fjárfestingu Archer í Jarðborunum hf. er ætlað að styðja við frekari vöxt fyrirtækisins. Níutíu manns starfa hjá Jarðborunum hf. í dag en fram kemur í tilkynningu að fyrirtækið hafi borað meira en 300 borholur eftir jarðhita á síðustu tuttugu árum og meira en 500 borholur frá árinu 1970. Fyrirtækið, sem er sagt búa að mikilli reynslu við boranir við krefjandi aðstæður á einangruðum svæðum, er nú með starfsemi á Íslandi, Azor-eyjum og Nýja-Sjálandi. Hyggjast nýta færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum Dag Skindlo, forstjóri Archer, segir að jarðvarmi hafi beina skörun og samlegðaráhrif við kjarnaþjónustu Archer. „Jarðvarmamarkaðurinn er hluti af mikilvægustu orkugjöfum framtíðarinnar og á eftir að vaxa verulega á næstu áratugum að mati Alþjóðlegu orkumálastofnunarinnar (IEA) og annarra sérfræðinga í greininni. Áætlað er að árlegur fjöldi borhola, þar sem borað er eftir jarðhita, muni aukast úr 200 í 700 fyrir árið 2030. Ennfremur mun aukin áhersla á hitaveitur í Evrópu knýja áfram vöxt og tækniframfarir,“ segir Skindlo í tilkynningu. Sérhæfing Archer sé á sviði borana og þjónustu við borholur og hann telji fyrirtækið geta nýtt færanlega bora sína í jarðhitaverkefnum framtíðarinnar og nýtt alþjóðleg tengsl Archer við vöxt starfsemi á sviði jarðhitaborana. „Við hlökkum til að halda áfram að þróa og stækka Jarðboranir hf. ásamt stjórnendum fyrirtækisins og meðhluthafa okkar, Kaldbaki.“ Vilja leggja lóð sín á vogaskálarnar við að minnka kolefnislosun Sigurður Sigurðsson, forstjóri Jarðborana hf., segir það mikla traustsyfirlýsingu fyrir félagið að fá Archer inn í hluthafahópinn. „Við erum ánægð með að Archer, með sína víðtæku reynslu og árangur á alþjóðlega vísu, ætli að styðja okkur við áframhaldandi þróun og uppbyggingu Jarðborana hf. Samhliða tækniframförum í greininni getum við í sameiningu lagt lóð á vogarskálarnar í að draga úr kolefnislosun. Reynsla Archer og sérþekking mun án nokkurs vafa styrkja Jarðboranir hf.,“ er haft eftir Sigurði í tilkynningu.
Kaup og sala fyrirtækja Orkumál Jarðhiti Mest lesið „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira