Vilja ekki greiða fyrir notkun ganga sem uppfylla ekki öryggiskröfur Bjarki Sigurðsson og Elísabet I. Sigurðardóttir skrifa 8. ágúst 2022 22:45 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Stöð 2 Líkt og greint hefur verið frá síðustu vikur stefnir innviðaráðuneytið á að hefja gjaldtöku í öllum göngum landsins til þess að fjármagna Fjarðarheiðargöng. Formaður bæjarráðs Fjallabyggðar setur spurningamerki við aðferðafræðina. Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar. Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Sveitarfélagið Fjallabyggð varð til við sameiningu Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarbæjar árið 2006. Íbúar sveitarfélagsins treysta á notkun jarðganga til þess að ferðast til annarra sveitarfélaga og á milli þéttbýliskjarna. Héðinsfjarðargöng sameina Ólafsfjörð og Siglufjörð en til að komast til Fjallabyggðar þarf að notast við einbreiðu göngin Strákagöng og Múlagöng. Mikið ósætti er meðal íbúa sveitarfélagsins vegna fyrirhugaðra aðgerða innviðaráðuneytisins. „Ég held að fólk sé fyrst og fremst ósátt við það að þurfa að borga fyrir daglegar ferðir sínar á milli byggðakjarna og þjónustukjarna. Hér í utanverðum Eyjafirði erum við í margvíslegu sambandi á milli, bæði innan Fjallabyggðar sem er sjálfsagt, síðan höfum við líka með samstarf við nágranna okkar. Ég held að fólk svíði það að þurfa að borga fyrir það að einfaldlega lifa lífinu,“ segir Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar, í samtali við fréttastofu. Hann segir íbúa alveg gera sér grein fyrir því að ekkert í lífinu sé ókeypis. Þó setji hann spurningarmerki við aðferðarfræðina á bak við gjaldtökuna. „Við þekkjum það kannski betur heldur en margir hversu mikilvægt það er að hafa samgöngur. Við sjáum alveg fyrir okkur að það þurfi að fara í innviðafjárfestingar og við fögnum því mjög að ríkisvaldið sé að fara í þessa átt. […] Eðlilegast væri hreinlega að allir íbúar landsins bæru ábyrgð á samfélagslega verkefninu sem innviðauppbygging er,“ segir Guðjón. Íbúar eru þá einnig ósáttir við það að þurfa að greiða fyrir notkun á göngum sem uppfylla ekki öryggiskröfur. Í Strákagöngum er til dæmis ekki símasamband, göngin eru einbreið líkt og Múlagöng og ekkert eldvarnakerfi er til staðar.
Samgöngur Vegagerð Fjallabyggð Byggðamál Vegtollar Tengdar fréttir Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10 Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10 Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
Ný jarðgangagjöld áformuð til að greiða Fjarðarheiðargöng Ríkið áformar að mæta ríflega helmingi 45 milljarða króna kostnaðar vegna Fjarðarheiðarganga með nýrri gjaldtöku af umferð um önnur jarðgöng í landinu. Samgöngufélagið segir að þetta gangi tæpast upp og að óforsvaranlegt sé að ráðast í útboð nema fyrir liggi með ótvíræðum hætti hvernig staðið verði að gjaldtökunni. 11. júlí 2022 22:10
Að minnsta kosti bið fram á haust eftir forgangsröðun jarðganga Það ætti að koma í ljós á næsta löggjafarþingi hvaða jarðgangakostum verður forgangsraðað. Þá mun þingið taka fyrir þingsályktunartillögu um nýja samgönguáætlun fyrir árin 2023-2037 þar sem jarðgangakostum verður forgangsraðað 3. júní 2022 11:10
Ráðherra boðar gjaldtöku í öllum jarðgöngum landsins Gjaldtaka verður tekin upp í öllum jarðgöngum landsins á næsta eða þarnæsta ári. Innviðaráðherra boðar frumvarp um málið en tekjunum er ætlað að standa undir kostnaði við Fjarðarheiðargöng sem og önnur jarðgöng í framtíðinni. 12. júlí 2022 22:04