Eldgosið bannað börnum yngri en tólf ára Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. ágúst 2022 10:55 Eldgosið trekkir að. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur tekið ákvörðun um að meina börnum yngri en tólf ára aðgangi að eldgosinu í Meradölum. Öflugri gæsla verður á svæðinu í dag en í gær. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi. Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir að ákveðið hafi verið á fundi í morgun að meina börnum yngri en tólf ára aðgengi að gosstöðvunum. „Þetta hefur verið vandamál. Við erum að tryggja hagsmuni barna á þessu svæði. Ég geri það með þessum hætti,“ segir Úlfar í samtali við Vísi. Markmiðið sé að hindra för barna sem eru yngri en tólf ára að gosstöðvunum. Undanfarna daga hefur vonskuveður komið í veg fyrir að hægt sé að njóta þess að skoða eldgosið.Vísir/Vilhelm Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að erlendir ferðamenn, með ung börn, hafi lent í vandræðum við gosstöðvarnar. Gosinu í Meradölum hefur verið lýst sem svokölluðu túristagosi og margir sem vilja berja það augum. Leiðin að gosinu er þó torfærari og lengri en leiðin að gosinu við Fagradalsfjall á síðasta ári. Aðspurður að því hvernig lögregla hyggist framfylgja þessari ákvörðun segir Úlfar að það eigi eftir að koma í ljós, hann sjái þó fyrir sér að hægt verði að gera það með sómasamlegum hætti. Í tilkynningu frá lögreglustjóranum sem barst skömmu eftir hádegi er tekið fram að börn og foreldrar þeirra hafi í mörgum tilfellum verið mjög illa búin. Svo virðist sem fólk geri sér enga grein fyrir því hvar það sé statt og hvað bíði þeirra á erfiðri og langri göngu að gosstöðvunum. Eldgosið sé ekki staður fyrir ung börn til að dvelja á. Heimild fyrir aðgerðum lögreglustjóra er sótt í 23. gr. laga um almannavarnir Reiknar ekki með mörgum á svæðinu í dag Svæðinu hefur verið lokað frá sunnudegi vegna vonskuveðurs. Engin breyting var gerð á því í dag og verður athugað á morgun hvort hægt verði að opna svæðið. Fjölmennt lið björgunarsveita var kallað út í gær vegna ferðamanna sem fóru á gossvæðið þrátt fyrir lokanir. „Þetta fór vel í gær en þetta var ekki alveg eins og við hugsuðum það. Þarna erum við að tala um ferðamenn sem virða ekki fyrirmæli,“ segir Úlfar sem reiknar þó með sama vandamál verði ekki uppi á teningnum í dag. „Ég held að þetta verði miklu skaplegra hjá okkur. Ég á von á því að það verði ekki margir á svæðinu, allavega ekki með svipuðum hætti og í gær.“ Aðspurður um hvað valdi þessari bjartsýni er svarið einfalt: „Það er öflugri gæsla,“ segir Úlfar og bætir við að lögreglumenn og björgunarveitir verði með lokunarpóst við Suðurstrandarveg. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum úr fréttatilkynningu lögreglustjórans á Suðurnesjum sem barst skömmu eftir hádegi.
Björgunarsveitir Lögreglumál Börn og uppeldi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05 Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55 Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Gosstöðvarnar verða áfram lokaðar Tekin hefur verið ákvörðun um að áfram verði lokað inn á gosstöðvarnar í dag, þriðjudag, vegna veðuraðstæðna. 9. ágúst 2022 09:05
Um tíu manns bjargað úr Meradölum Tveimur hópum ferðamanna, sem töldu um tíu manns, var bjargað af björgunarsveitarfólki við gosstöðvurnar fyrr í kvöld. Að sögn björgunarsveitarfólks voru ferðamennirnir kaldir og hraktir. 8. ágúst 2022 18:55
Ung börn örmögnuðust á leiðinni frá gosstöðvunum Erlendir ferðamenn fóru með tvö ung börn sín upp að gosstöðvunum í Meradölum í gærkvöldi. Á leiðinni niður örmögnuðust börnin í slæmum veðuraðstæðum. Leiðsögumaður sem var á svæðinu segir „firringu“ hafa átt sér stað í gærkvöldi. 7. ágúst 2022 14:45