Bæjaryfirvöldum getur verið treystandi Helga Jónsdóttir skrifar 10. ágúst 2022 11:00 Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skipulag Sveitarstjórnarmál Stjórnsýsla Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Vinir Kópavogs töldu bæinn þurfa að vanda verk sín og sýna fólki og viðfangsefnum meiri virðingu. Meðal annars þess vegna var boðið fram til bæjarstjórnar. Önnur framboð tóku öll undir áherslu Vina Kópavogs á íbúalýðræði og samráð við íbúa um þéttingu byggðar. Deiliskipulag Nónhæðar var nefnt sem gott dæmi um áhrif íbúasamráðs.Samráð við íbúa hafði leitt til þess að deiliskipulagstillögu var breytt, byggingar lækkaðar og íbúðum fækkað. Í upphafi árs, þegar nýtt aðalskipulag fyrir 2019-2040 hafði tekið gildi, barst Kópavogsbæ tillaga lóðarhafans um breytingar á samþykktu deiliskipulagi. Hann fór fram á að húsin yrðu hækkuð og íbúðum fjölgað til samræmis við upphafleg áform. Skipulagsráð samþykkti að auglýsa tillögu lóðarhafans og gefa íbúum færi á athugasemdum. Fjölmargar athugasemdir bárust. Í þeim endurspegluðust vonbrigði íbúa og vantraust á bæjaryfirvöldum sem auglýstu tillöguna. Að loknum athugasemdafresti fór svo að skipulagsráð hafnaði tillögu lóðarhafans 30. maí sl, að afstöðnum kosningum. Fullnaðarafgreiðsla fór svo fram á fundi nýs bæjarráðs 21. júlí þegar kröfu verktakans um að vísa málinu til endurupptöku í skipulagsráði var hafnað. Í þessu tilfelli breyttu bæjaryfirvöld því rétt. Þétting byggðar er eðlilegt markmið á suðvesturhorninu. Til hennar verður hinsvegar að vanda, fara hóflega og gæta velsældar íbúa, ekki síður þeirra sem fyrir eru en hinna sem koma eiga. Lögum samkvæmt ber að gæta að virkri samvinnu við íbúa og aðra hagsmunaaðila gegnum allt skipulagsferlið. Markmiðið er að skipulag verði vandað og mannvænt. Hér fylgja örfá dæmi um athugasemdir íbúanna við Nónhæð: 1. Ætla bæjarstjórn og skipulagsyfirvöld í Kópavogi að skapa sátt og standa vörð um lífsgæði íbúa Kópavogs eins og þeir eru kjörnir til eða eiga hagsmunir byggingaraðila/lóðarhafa að ráða för og skipta meira máli en íbúarnir og þeirra lífsgæði? 2. Samþykki skipulagsyfirvöld og bærinn þessa tillögu er komið fordæmi fyrir aðra verktaka og lóðareigendur til þess að halda bara áfram að biðja um meira byggingarmagn þangað til bærinn gefst upp og segir já. Allt tal um samráð eða samkomulag við aðra íbúa verður þá fullkomlega marklaust. 3. Traust á bæjaryfirvöldum bíður hnekki þegar ekki er hægt að treysta því sem sagt er eftir ítarlegt íbúasamráð þar sem hæð bygginga var eitt aðal umfjöllunarefnið og nokkur sátt fékkst um hæð húsanna. Vinir Kópavogs vilja trúa því að afgreiðsla þessa máls sé vísbending um betri tíð í vændum. Íbúar geti treyst á vandað samráð og að stjórnvaldsákvarðanir í framhaldi þess haldi. Aðeins þannig verður því markmiði skipulagslaga náð að tryggja réttaröryggi og rétt einstaklinga og lögaðila í meðferð skipulagmála. Höfundur er bæjarfulltrúi í Kópavogi og oddviti Vina Kópavogs.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar