Fjórtán árum eftir ÓL-gull er hún enn að endurskrifa söguna í 100 m Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 14:31 Shelly-Ann Fraser-Pryce fagnar sigri í Mónakó og sögulegu afreki sínu. Getty/Valerio Pennicino Hin jamaíska Shelly-Ann Fraser-Pryce er 35 ára gömul en er engu að síður fljótast kona heims í dag. Það sannaði hún enn einu sinni á Demantamóti í Mónakó í gær. Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira
Fraser-Pryce náði fljótasta tíma ársins með því að hlaupa 100 metra hlaupið í Mónakó á 10,62 sekúndum. Hún náði um leið einstökum árangri því þetta var í sjötta sinn á árinu sem hún hleypur undir 10,7 sekúndum í ár en því hefur engin kona náð áður á einu og sama árinu. Shelly-Ann Fraser-Pryce becomes the first woman in history to break 10.70 six times in the same season She's clocked 10.67, 10.66 and 10.62 in the space of a week...#MonacoDL pic.twitter.com/L3gqBRkqqg— AW (@AthleticsWeekly) August 10, 2022 Fraser-Pryce tryggði sér heimsmeistaratitilinn i júlí með því að hlaupa á 10,67 sekúndum sem var líka sami tími og hún vann Demantamót í Ungverjalandi á mánudaginn. Þá hljóp hún á 10,66 sekúndum á móti í Póllandi á laugardaginn. Besti árangur hennar á ferlinum er hlaup upp á 10,60 sekúndur í Lausanne fyrir ári síðan en heimsmet kvenna í 100 metra hlaupi er 10,49 sekúndur sem hin bandaríska Florence Griffith-Joyner setti árið 1988. Fraser-Pryce varð Ólympíumeistari í Peking árið 2008 eða fyrir fjórtán árum síðan. Það magnað að hún sé enn á toppnum í sinni grein í heiminum. Hún varð heimsmeistari í fimmta sinn í síðasta mánuði. „Ég gerði það sem ég þurfti að gera, við höfðum gaman og létum klukkuna um að tala. Að geta hlaupið stöðugt í kringum 10,60 skiptir miklu máli. Það er magnað. Það er erfitt að halda hraðanum á þessu stigi,“ sagði Shelly-Ann Fraser-Pryce. „Ég er á seinni hluta fertugsaldursins og finnst ég hafi meira að gefa. Ég horfi til þess að bæta minn besta persónulega árangur það sem eftir lifir tímabilsins,“ sagði Fraser-Pryce.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Sjá meira