Forstjórar ættu að sýna ábyrgð og lækka laun sín Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 12. ágúst 2022 12:01 Ólafur Stephensen, framkvæmdarstjóri félags atvinnurekanda. VÍSIR/VILHELM Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda vill að forstjórar stærstu fyrirtækja landsins lækki laun sín og sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræður. Honum þykir mörg stórfyrirtæki hafa sýnt ábyrgðarleysi í verðbólguástandinu. Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur. Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Þessar hugmyndir eru nokkuð nýstárlegar komandi úr ranni atvinnurekenda. Þannig hafa margir kannski rekið upp stór augu við lestur á pistli Ólafs Stephensen, framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda, sem hann birti í Viðskiptablaðinu í gær. Þar stingur hann upp á að forstjórar lækki laun sín. „Já, ég er kannski að litlu leyti að tala inn í hóp minna félagsmanna í Félagi atvinnurekenda. Þar eru mest lítil og meðalstór fyrirtæki þar sem er ekkert óhóf í gangi í launagreiðslum stjórnenda eða bónusum eða einhverju slíku,“ segir Ólafur. Það gildi þó allt annað um stærstu fyrirtæki landsins. „Þar er hægt að nefna dæmi frá undanförnum misserum um launahækkanir forstjóra sem nema margföldum verkamannalaunum, um að bónusgreiðslurnar til dæmis hjá fjármálafyrirtækjunum sem voru eiginlega horfnar eftir hrun séu komnar aftur og arðgreiðslur séu svona býsna ríflegar,“ segir Ólafur. Hann vill að stjórnendur þessara fyrirtækja fari nú að sýna ábyrgð og skynsemi rétt eins og atvinnurekendur biðla iðulega til verkalýðsfélaga að gera í aðdraganda kjarasamningsviðræðna. Þeir hafi sýnt ábyrgðarleysi upp á síðkastið. „Já, ég held að það sé hægt að telja upp nokkur axarsköft í þessari viðkvæmu stöðu sem menn ættu að minnsta kosti að gæta sín á að endurtaka ekki,“ segir Ólafur. Geturðu nefnt einhver dæmi þar? „Ég ætla ekki að nefna neinn einstakan.“ Ekki innistæða fyrir nafnlaunahækkunum Minni fyrirtækin segir Ólafur að séu afar stressuð fyrir komandi kjaraviðræðum en þau hafi ekki tök á launahækkunum í því efnahagsástandi sem ríkir nú. Krafan er því ekki að forstjórar lækki laun svo önnur laun geti hækkað - þvert á móti vill Ólafur að þetta sýni gott fordæmi fyrir kjaraviðræðurnar í haust. „Það er bara svo afskaplega mikilvægt að kjarasamningar sem verða gerðir á næstunni feli ekki í sér einhverjar innistæðulausar nafnlaunahækkanir því þær munu bara fara beint út í verðlagið og skerða kaupmáttinn og gera illt verra. Það mun ekki bæta neitt,“ segir Ólafur.
Vinnumarkaður Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00 Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36 Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Laun forstjóra OR hafa hækkað um 28 prósent frá 2018 Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, fékk staðfesta launahækkun í lok síðasta mánaðar þegar stjórn orkufyrirtækisins samþykkti tillögu starfskjaranefndar um að hækka laun Bjarna um 5,5 prósent frá 1. janúar 2022. 11. júlí 2022 13:00
Laun forstjóra OR hækkuðu um sjö milljónir króna á síðasta ári Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, er nú með 3,339 milljónir á mánuði í laun. 8. mars 2022 15:36
Launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni lækkaði í launum um 15 milljónir í fyrra Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels, fékk greiddar samtals 935 þúsund evrur, jafnvirði um 133 milljónir íslenskra króna á gengi dagsins í dag, í laun, hlunnindi og kaupaaukagreiðslur á árinu 2021. Það jafngildir mánaðarlaunum upp á tæplega 11,1 milljónir króna. 7. febrúar 2022 09:36