Íbúar áhyggjufullir vegna mögulegrar efnistöku Bjarki Sigurðsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 16. ágúst 2022 15:20 Bragi Bjarnason, formaður bæjarráðs Árborgar, segir að það þurfi að ræða almennilega hver heildarávinningur efnistökunnar sé. Vísir/Egill Formaður bæjarráðs Árborgar er hræddur um að vegakerfið í sveitarfélaginu þoli ekki þann þungaflutning sem fyrirhugaður er um Suðurland vegna efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey. Hann segir að það þurfi í mörg horn að líta. Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi. Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Í gær var sagt frá fyrirhugaðri efnistöku á vikri á Mýrdalssandi við Hafursey en flytja á vikurinn úr landi til Evrópu og nota sem íblöndunarefni í sement. Miðað er við að flutningur á vikrinum verði stundaður 280 daga á ári og að farnar verði 107 ferðir yfir sólarhringinn. Að meðaltali er það ný ferð á korters fresti, allan sólarhringinn. Samkvæmt Braga Bjarnasyni, formanni bæjarráðs Árborgar, hafa íbúar áhyggjur af þessum fyrirætlunum og þá sérstaklega vegna umferðarþungans sem ferðirnar gætu skapað. „Við erum að tala um að þetta séu 107 ferðir á sólarhring. Hvaða leið á að velja af þessum valmöguleikum sem settir voru settir upp í gegnum sveitarfélagið Árborg, framhjá Stokkseyri, Eyrarbakka og Selfoss? Íbúar eru strax farnir að hugsa, fer þetta fram hjá mínum íbúðarhúsum með tilheyrandi hljóðmengun og þunga á vegakerfið,“ segir Bragi í samtali við fréttastofu. Hann segir umferðarþunga á Suðurlandsvegi nú þegar vera mikinn og að það þurfi að skoða hvort vegurinn þoli þetta álag. Spurning hvort kerfið þoli meira álag Hann segir þessa flutninga hafa kosti og galla sem þurfi að vega og meta. Hann segist hafa smá áhyggjur af því að gatnakerfið í Árborg þoli ekki meira álag. „Auðvitað er frábært að það sé verið að reyna að bæta kolefnisspor af sementsgerð í heiminum en við þurfum að vega kostina á móti hjá okkur með auknu kolefnisspori í þessum flutningum og öðru sem því fylgir,“ segir Bragi. Hann minnir á að málið sé enn á frumstigi og því sé mikilvægt að ræða almennilega um hver heildarávinningurinn sé. Þó ákvörðunarvaldið liggi hjá ríkinu skipti máli að láta í sér heyra. „Við höfum eitthvað um það að segja og það skiptir miklu máli sérstaklega þegar það er verið að fara í gegnum vegi sem eru innan sveitarfélaga og ekki skilgreindir sem þjóðvegur eitt,“ segir Bragi.
Mýrdalshreppur Samgöngur Árborg Jarðakaup útlendinga Námuvinnsla Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels