Segir það lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. ágúst 2022 13:37 Leikskólakennari kallar eftir samráði þegar teknar eru mikilvægar ákvarðanir í leikskólamálum. Vilhelm/aðsend Súsanna Ósk Gestsdóttir, deildarstjóri og leikskólakennari er ósátt með það sem hún kallar „innantóm loforð borgarstjórnar“ og segir lélegt að spila með lífsviðurværi foreldra með því að standa ekki við gefin loforð um leikskólapláss. Hún kallar eftir samráði við leikskólakennara til að finna raunverulegar lausnir á löngum biðlistum í borginni. Hópur foreldra fann sig knúinn til að mæta með börn sín í ráðhús Reykjavíkur í mótmælaskyni vegna ástandsins en eftir nokkur slík mótmæli steig meirihluti borgarstjórnar fram með tillögur til úrbóta. „Ég held bara að þau hafi allan tímann vitað og gert sér fyrir því að þau væru ekki að fara að efna þessi loforð. Þetta er bara lélegt því þú ert bara að spila með líf fólks og viðurværi fólks og það náttúrulega gengur ekki.“ Biðlistarnir séu langir en þeir hafi verið það lengi. Hún segir ekki í boði fyrir kjörna fulltrúa að fyrra sig ábyrgð með því að benda á verktaka. „Þeir sem þurfa síðan að taka ábyrgð eru leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík. Þeir þurfa að svara fyrir þetta og það er ekki sanngjarnt.“ Súsanna segir að tillögur meirihlutans nái skammt enda þurfi að hugsa málið heildstætt og til framtíðar. Hún er afar ósátt við samráðsleysið. „Þetta er okkar stétt. Þetta er okkar vinna og þetta er okkar ástríða í lífinu og þess vegna er mikilvægt að þetta sé unnið með okkur og okkur sýnd lágmarksvirðing að hafa samráð um þessi mál.“ Það sé til dæmis engin lausn að hvetja skólafólk til að starfa eitt ár í senn í leikskóla. „Þeir tala af svo miklu þekkingarleysi um starfið. Það fylgir því rosalega mikil ábyrgð. Þetta er starf sem ekki hver sem er getur sinnt og þú þarft að hafa marga styrkleika til að sinna því sem ekki hver sem er býr yfir. Mér finnst bara ævinlega að það sé talað eins og þetta sé bara ekkert mál. Það lendir síðan á okkur leikskólakennurunum að þjálfa þetta fólk sem kemur inn og það er bara heilmikið sem fylgir því.“ Í grunnin séu laun leikskólakennara vandamálið. „Launin eru alltaf aðalatriðið og þau eiga líka að vera það. Það vantar heilmikla virðingu þegar litið er á starf leikskólakennara og sérstaklega frá þessu fólki; borgarfulltrúum og borgarstjórn. Þetta helst alltaf í hendur; virðing og laun og launin þurfa að hækka.“ Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01 Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hópur foreldra fann sig knúinn til að mæta með börn sín í ráðhús Reykjavíkur í mótmælaskyni vegna ástandsins en eftir nokkur slík mótmæli steig meirihluti borgarstjórnar fram með tillögur til úrbóta. „Ég held bara að þau hafi allan tímann vitað og gert sér fyrir því að þau væru ekki að fara að efna þessi loforð. Þetta er bara lélegt því þú ert bara að spila með líf fólks og viðurværi fólks og það náttúrulega gengur ekki.“ Biðlistarnir séu langir en þeir hafi verið það lengi. Hún segir ekki í boði fyrir kjörna fulltrúa að fyrra sig ábyrgð með því að benda á verktaka. „Þeir sem þurfa síðan að taka ábyrgð eru leikskólastjórar og aðstoðarleikskólastjórar í Reykjavík. Þeir þurfa að svara fyrir þetta og það er ekki sanngjarnt.“ Súsanna segir að tillögur meirihlutans nái skammt enda þurfi að hugsa málið heildstætt og til framtíðar. Hún er afar ósátt við samráðsleysið. „Þetta er okkar stétt. Þetta er okkar vinna og þetta er okkar ástríða í lífinu og þess vegna er mikilvægt að þetta sé unnið með okkur og okkur sýnd lágmarksvirðing að hafa samráð um þessi mál.“ Það sé til dæmis engin lausn að hvetja skólafólk til að starfa eitt ár í senn í leikskóla. „Þeir tala af svo miklu þekkingarleysi um starfið. Það fylgir því rosalega mikil ábyrgð. Þetta er starf sem ekki hver sem er getur sinnt og þú þarft að hafa marga styrkleika til að sinna því sem ekki hver sem er býr yfir. Mér finnst bara ævinlega að það sé talað eins og þetta sé bara ekkert mál. Það lendir síðan á okkur leikskólakennurunum að þjálfa þetta fólk sem kemur inn og það er bara heilmikið sem fylgir því.“ Í grunnin séu laun leikskólakennara vandamálið. „Launin eru alltaf aðalatriðið og þau eiga líka að vera það. Það vantar heilmikla virðingu þegar litið er á starf leikskólakennara og sérstaklega frá þessu fólki; borgarfulltrúum og borgarstjórn. Þetta helst alltaf í hendur; virðing og laun og launin þurfa að hækka.“
Skóla - og menntamál Leikskólar Reykjavík Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01 Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00 Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hægfara dauði leikskólakennarans Kæri borgarstjóri (og staðgengill borgarstjóra) og borgarfulltrúar. Undanfarið hef ég horft upp á hrakfarir foreldra sem hefur verið lofað leikskólaplássum fyrir börnin sín en þurft að lifa í algjörri óvissu þegar loforð hafa ekki verið efnd. Á sama tíma heyri ég lausnir sem koma frá ykkar herbúðum, minnihluta eða meirihluta, sem eru svo ævintýralegar að mig sundlar og svimar. 22. ágúst 2022 09:01
Borgin hafi dregið foreldra á asnaeyrunum Borgin hefur dregið okkur á asnaeyrunum , segir faðir tæplega tveggja ára barns sem hefur enn ekki komist inn á leikskóla. Hann vill að foreldrar í sömu stöðu fái bætur, enda hafi margir nýtt sumarfrí næsta árs og tekið launalaust leyfi til að sjá um börnin. 15. ágúst 2022 21:00
Vilja biðlistabætur í borginni Sjálfstæðismenn vilja koma á svokölluðum biðlistabótum í Reykjavík fyrir foreldra þeirra barna sem eru eldri en 12 mánaða en hafa ekki fengið pláss á leikskóla. Bæturnar myndu hljóða upp á 200 þúsund krónur á mánuði á hvert barn. Meirihlutinn tekur ekki illa í hugmyndirnar en segir megináhersluna þá að fjölga leikskólaplássum. 15. ágúst 2022 13:30