Kókaínið var falið í timbursendingu frá Brasilíu Bjarki Sigurðsson skrifar 23. ágúst 2022 16:51 Kókaínið sem fannst. Um er að ræða hundrað kíló af efninu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Kókaínið sem lögreglan lagði hald á fyrr í mánuðinum var falið í timbursendingu frá Brasilíu hingað til lands. Sendingin átti viðkomu í Hollandi en kókaínið fannst þar við leit tollvarða. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu. Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í nánu samstarfi vegna málsins en grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá lögreglunni hér á landi. Upplýsingarnar voru hluti af frumkvæðisrannsóknum lögreglunnar á skipulagðri brotastarfsemi. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum og var einn maður handtekinn eftir að hann hafði fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Lagt var hald á efnin í Hollandi og þeim skipt út fyrir gerviefni. Þrír af mönnunum voru nýlega úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald eða til 14. september næst komandi en sá fjórði var færður til afplánunar vegna annarra mála. Hér fyrir neðan má lesa tilkynninguna í heild sinni. Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Rannsókn lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum miðar vel, en eins og fram hefur komið er um að ræða tæplega 100 kg af kókaíni sem var falið í vörusendingu á leið til landsins. Fíkniefnin voru í gámi á leið til Íslands frá Brasilíu með viðkomu í Hollandi. Íslensk og hollensk löggæsluyfirvöld áttu í náinni samvinnu vegna þessa, en kókaínið fannst í Hollandi við leit tollvarða í timbursendingu. Grundvöllur leitarinnar ytra voru upplýsingar frá íslenskum löggæsluyfirvöldum, byggðar á frumkvæðisrannsóknum á skipulagðri brotastarfsemi, um grun þess efnis að mikið magn kókaíns væri að finna í gámnum. Eftir að fíkniefnin fundust og voru haldlögð var gerviefnum komið fyrir í gámnum. Einn maður var síðan handtekinn eftir að hafa fjarlægt gerviefnin úr vörusendingunni hér heima, auk þriggja annarra sem taldir eru tengjast málinu. Fjórmenningarnir voru allir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í byrjun mánaðarins og gæsluvarðhaldið var síðan framlengt yfir þremur þeirra til 14. september, en sá fjórði var færður í afplánun vegna annarra mála. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Lögreglumál Holland Brasilía Fíkniefnabrot Smygl Stóra kókaínmálið 2022 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira