Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 20:23 Samkvæmt áætlunum ættu þessi hús nú þegar að hafa verið risin. Nú er algjörlega óvíst hvenær framkvæmdir hefjast. Vísir/Kristján Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf Kaldalóni frest út maí til að skila áætlunum um upphaf framkvæmda í Vesturbugt.Vísir/Vilhelm „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf Kaldalóni frest út maí til að skila áætlunum um upphaf framkvæmda í Vesturbugt.Vísir/Vilhelm „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46