Fögnuðu því að finna jarðskjálftakrafta í fyrsta skipti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2022 10:36 Sólin skín ekki í Grímsey í dag en þar er þó fallegt og stillt veður, í svarta þoku. Getty Íbúar í Grímsey vöknuðu flestir ef ekki allir um fjögurleytið í nótt þegar skjálfti af stærðinni 4,9 reið yfir í nágrenni eyjunnar. Bandarískir ferðamenn fögnuðu skjálftanum og segjast geta hakað við boxið á golulistanum. Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“ Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Stóri skjálftinn reið yfir klukkan eina mínútu yfir fjögur. Upptök hans voru tólf kílómetra austnorðaustur af Grímsey og fannst vel víða á Norðurlandi. „Ég var sofandi og vaknaði við drunurnar. Svo fann ég víbringinn sem kom á húsið,“ segir Anna María Sigvaldadóttir. Hún rekur gistiheimilið Gullsól í Grímsey ásamt vinkonum sínum. „Ég bý í timburhúsi svo það er ekki eins mikið högg og í steyptu húsunum.“ Skjálftinn varð á Tjörnesbrotabeltinu en fjölmargir minni skjálftar hafa verið á svæðinu í nótt og í morgun. Grímseyingar eru vanir skjálftum. Anna María Sigvaldadóttir hvetur fólk til að leggja leið sína í Grímsey þegar nýja kirkjan verður forvígð. „En auðvitað venst maður þessu aldrei hundrað prósent,“ segir Anna María. Henni bregði kannski ekki mjög mikið, svo framarlega sem þeir séu undir fimm að stærð. Ferðamenn gistu í Gullsól í nótt. Anna María hafði ekki hitt þá það sem af var degi en þeir voru farnir í morgungöngu þegar fréttastofa sló á þráðinn norður. „Þeir voru allavega ekki stressaðri en svo að þeir eru farnir út,“ segir Anna María. Hún mætti aftur á móti bandarískum ferðamönnum frá Wisconsin í sinni næturgöngu en þeir höfðu næturstað í Básum, öðrum gistiheimili í eyjunni. Þar er byggt úr steypu. „Þeim fannst þetta mögnuð upplifun, að geta krossað þetta út af „bucket-listanum“. Þau þekkja ekki til jarðskjálfta í Wisconsin,“ segir Anna María. Fyrir þá sem ekki þekkja er „bucket-listi“ orð yfir hluti sem fólk langar að gera áður en það geispar golunni. Fyrir vikið hafa einhverjir stungið upp á þýðingunni golulisti. Gistiheimilið Gullsól í Grímsey. Svartaþoka er í Grímsey í dag en fallegt og stillt veður. Anna María segir hug í Grímseyingum enda ný kirkja í byggingu eftir að sú gamla varð eldi að bráð í september í fyrra. „Það er allt að komast á full-swing. Það verður hittingur í Grímsey 21. september þar sem við forvígjum kirkjuna. Friðrik Ómar kemur og syngur auk þess sem kvenfélagið býður upp á léttar veitingar og kaffi,“ segir Anna María. „Við ætlum að gera þetta að góðum degi, sléttu ári eftir brunann.“
Grímsey Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira