Réttur fjöldi marka gæti gefið 650 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 8. september 2022 14:00 Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi. Íslenskar getraunir mun síðar í mánuðinum taka upp nýjan getraunaleik sem felst í því að þátttakendur giska á hversu mörk verði skoruð í heild í hverjum þeim þrettán leikja sem eru á hinum hefðbundna enska getraunaseðli. Leikurinn verður nefndur XG og er það vísun í „Expected goals“ – mörkum sem reiknað sé með. Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn. Fjárhættuspil Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Pétur Hrafn Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Getspár, segir í samtali við Vísi að stefnt sé að því að leikurinn geti hafið innreið sína þann 26. september næstkomandi, en gera þarf breytingar á reglugerð fyrir Íslenskar getraunir til að það sé hægt. Drög að breytingum á reglugerð liggja nú fyrir í Samráðsgátt stjórnvalda, en umsagnarfrestur er til 9. september. Hærri vinningar en ella Pétur segir að Íslenskar getraunir vinni að leiknum í samstarfi við sænska getraunafyrirtækið Svenska Spel sem gerir það að verkum að vinningar geti verið mun hærri en ella. „Á getraunaseðli XG verða sömu leikir og eru á enska getraunaseðlinum, en í þessum verður bara giskað á fjölda heildarmarka í hverjum leik. Það má því giska á til dæmis á þrjú mörk og fær maður því rétt, fari leikurinn 3-0, 2-1,1-2 eða 0-3.“ Hann segir það vera tryggt að þeir sem fá þrettán rétta fái andvirði fimmtíu milljónir sænskra króna í vinning, um 650 milljónir í íslenskra króna. „Það er föst upphæð. Upphæðin deilist á alla sem eru með þrettán rétta þá vikuna. Þetta er hærri upphæð en hefur verið í 1X2 getraunaleiknum, þar sem mest hefur fengist 340 milljónir króna fyrir þrettán rétta.“ Merki nýja leiksins.Íslenskar getraunir Hann segir að 75 prósent af þeirri upphæð sem tippað sé fyrir fari í vinningsupphæðir, en restin renni til íþróttafélaga, en einnig í markaðsefni og annan kostnað. Skipt eftir ákveðinni formúlu Pétur Hrafn segir að vinningsfyrirkomulagið svipi ekki til þess sem er í 1X2 þar sem vinningar fást fyrir tíu, ellefu, tólf eða þrettán rétta. „Í XG eru þrír vinningsflokkar auk 13 rétta. Ef enginn tippari er með 13 rétta fá þeir tipparar sem eru með flesta leiki rétta vinning ásamt þeim sem eru með næstflesta leiki rétta og þriðju flestu raðirnar réttar. Tipparar geta þannig fengið vinning ef þeir eru með níu leiki rétta svo framarlega sem enginn annar tippari er með fleiri leiki rétta og svo fyrir átta leiki og sjö leiki. Vinningsupphæðum eftir vinningsflokkum er svo skipt eftir ákveðinni formúlu,“ segir Pétur Hrafn.
Fjárhættuspil Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira