Söguleg skólamunastofa heyrir sögunni til Árni Sæberg og Snorri Másson skrifa 10. september 2022 23:19 Pétur Hafþór Jónsson er fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla. Stöð 2 Óánægja ríkir með þá ákvörðun skólastjóra og borgaryfirvalda að leggja niður svonefnda skólamunastofu Austurbæjarskóla til að rýma þar fyrir kennslustofu. Skólamunastofan er safn sem hefur staðið í risinu í Austurbæjarskóla um árabil. Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum. Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Á safninu hefur verið til sýnis ýmiss búnaður úr níutíu ára sögu skólans, ævafornar kennslubækur, gömul kort og kennaraborð, sem eflaust geyma mikla sögu. En ekki meir. Á opnu húsi í dag var síðasta tækifæri til þess að heimsækja safnið. Ekki er alveg ljóst hvað verður um safnið, sem er eitt sinnar tegundar í Reykjavík, en uppi eru óánægjuraddir með að til standi að loka því. Hafi gríðarlega þýðingu fyrir þúsundir Reykvíkinga Pétur Hafþór Jónsson, fyrrverandi kennari og stjórnarmaður í hollvinasamtökum Austurbæjarskóla, er einn þeirra sem lýst ekki á áætlanir borgarinnar og skólastjórnenda. „Við getum byrjað á því að tala um að þetta er sennilega eina stóra skólamunasafn á Íslandi og þetta hefur gríðarlega þýðingu fyrir allar þær þúsundir Reykvíkinga sem hafa gengið í Austurbæjarskólann og unna Austurbæjarskólanum og þessari arfleifð,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Pétur segir að fólk komi á safnið á menningarnótt og vorhátíðum og skynji hlut sinn í sögunni. „Þetta er svakalegt fyrir okkur, ekki bara mig og ekki bara stjórn hollvinafélagsins, sem hefur eytt ómældum tíma í hundrað prósent sjálfboðavinnu að koma þessu fyrir þarna í risinu, í þessu geymsluhúsnæði,“ segir hann. Plássið ekki boðlegt til kennslu Hann segir risið vera afgangshúsnæði í skólanum sem er ekki boðlegt fyrir kennslu. Kynslóðir af stjórnendum, kennurum og nemendum hafi komið munum fyrir í risinu um árabil. Pétur segist ekki vita hvar framtíðargeymslustaður munanna verði eða hvort þeir verði yfir höfuð teknir úr risinu. „Það sem ég hef verið að setja út á er að embættismenn skuli komast upp með að taka þessar ákvarðanir. Ég við að kjörnir fulltrúar ákveði þetta,“ segir Pétur að lokum.
Grunnskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Söfn Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira