Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:06 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira