Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2022 12:06 Sjoppan Prins í Hraunbæ. Búið er að lagfæra innganginn eftir flótta innbrotsþjófsins í fyrrinótt. Vísir/Vilhelm Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira