Segir að heimsfaraldrinum sé lokið Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2022 06:34 Joe Biden Bandaríkjaforseti var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í gærkvöldi. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kórónuveiran sé enn vandamál en að staðan hafi breyst og að heimsfaraldrinum sé lokið. Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31
Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31