Eldur kom upp í þaki Lava Show Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 20. september 2022 06:46 Frá aðgerðum slökkviliðsins í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30. Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30.
Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira