„Meira þarf til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR“ Valur Páll Eiríksson skrifar 27. september 2022 14:00 Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna funda með stjórn KR á næstu dögum. Vísir/Hulda Margrét Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna mikillar umræðu í kringum kvennalið KR síðustu daga. Samtökin verða í samskiptum við stjórn félagsins sem og Alvotech, meginstyrktaraðila félagsins. Mikil umræða spratt fram um skertan hag kvennaleikmanna í KR samanborið við karla í félaginu eftir að engar sjúkrabörur voru til taks í leik KR og Selfoss þann 18. september. Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur áður en liðsfélagar hennar báru hana af velli. Í viðtali við Vísi eftir þann leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, sagði margt ábótavant í umgjörð kvennaliðsins eftir leik og kenndi um skorti á vilja og metnaði. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, svaraði þá fyrir málið þar sem hann kenndi um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hafa óskað eftir formlegum fundi með stjórn KR Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru endurvakin fyrir yfirstandandi tímabil en samtökin hafa verið með mál KR til meðferðar frá því að umræðan fór af stað. Lilja Dögg Valþórsdóttir, sem er varamaður í stjórn samtakanna, greindi þá frá því í Bestu mörkunum í síðustu viku að þónokkrar tilkynningar hefðu borist vegna KR til samtakanna í sumar. Anna Þorsteinsdóttir er formaður samtakanna.Vatnajökulsþjóðgarður Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, birti færslu í Facebook-hópi samtakanna í vikunni þar sem greint er frá því að samtökin muni funda með KR á næstu dögum vegna málsins, sem og aðalstyrktaraðila félagsins, Alvotech. „Við höfum meðal annars fylgst vel með fréttaflutningi og umræðu af stöðu knattspyrnukvenna hjá KR. Í upphafi sumars áttum við samtöl við fulltrúa KR en í ljósi umræðunnar seinustu daga hefur stjórn HKK nú óskað formlega eftir fundi með stjórn KR,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingu hennar að samtökin hafi verið í samstarfi við Alvotech þegar fyrirtækið stóð að nýju stuðningsmannalagi félagsins þar sem kynbundnum orðum var breytt. Lag Bubba Morthens, Allir sem einn, er því nú Öll sem eitt. Slíkt dugi hins vegar skammt þegar vandamálin virðast eins stór og umræða síðustu viku bendi til. „Hins vegar þurfti stjórn að tilkynna Alvotech að í ljósi vísbendinga um bága stöðu knattspyrnukvenna hjá KR teldum við að meira þyrfi til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR,“ segir í yfirlýsingunni. Taka við ábendingum til að stuðla að breytingum Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er að auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa samtökin því kallað eftir frekari gögnum til að sinna þeirri vinnu. Það sé snúið og því hafa samtökin kallað eftir því að almenningur sendi inn tilkynningar um það sem betur megi fara. „Við höfum hins vegar einnig fundið fyrir því að verkefnið er viðamikið og nauðsynlegt að safna gögnum og greina vandann til að geta tekist á við hann. Til að byrja þá vinnu formlega hefur stjórn búið til rafrænt eyðublað þar sem öllum gefst tækifæri til að koma með ábendingar til samtakanna,“ segir í yfirlýsingunni. Hér má nálgast rafrænt eyðublað samtakanna og koma að tilkynningu. KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32 Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Mikil umræða spratt fram um skertan hag kvennaleikmanna í KR samanborið við karla í félaginu eftir að engar sjúkrabörur voru til taks í leik KR og Selfoss þann 18. september. Hannah Tillett, leikmaður KR, meiddist illa og lá sárþjáð á vellinum í fleiri mínútur áður en liðsfélagar hennar báru hana af velli. Í viðtali við Vísi eftir þann leik sagði Christopher Harrington, annar þjálfara KR, að félagið yrði að sýna leikmönnum kvennaliðsins virðingu og þá myndi það skila sér á vellinum. Fyrirliði liðsins, Rebekka Sverrisdóttir, sagði margt ábótavant í umgjörð kvennaliðsins eftir leik og kenndi um skorti á vilja og metnaði. Páll Kristjánsson, formaður félagsins, svaraði þá fyrir málið þar sem hann kenndi um slökum árangri karla- og kvennaliðs KR í sumar og skorts á sjálfboðaliðum til að ganga í þau störf sem þurfi að fylla í kringum leiki liðsins. Hafa óskað eftir formlegum fundi með stjórn KR Hagsmunasamtök knattspyrnukvenna voru endurvakin fyrir yfirstandandi tímabil en samtökin hafa verið með mál KR til meðferðar frá því að umræðan fór af stað. Lilja Dögg Valþórsdóttir, sem er varamaður í stjórn samtakanna, greindi þá frá því í Bestu mörkunum í síðustu viku að þónokkrar tilkynningar hefðu borist vegna KR til samtakanna í sumar. Anna Þorsteinsdóttir er formaður samtakanna.Vatnajökulsþjóðgarður Anna Þorsteinsdóttir, forseti Hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna, birti færslu í Facebook-hópi samtakanna í vikunni þar sem greint er frá því að samtökin muni funda með KR á næstu dögum vegna málsins, sem og aðalstyrktaraðila félagsins, Alvotech. „Við höfum meðal annars fylgst vel með fréttaflutningi og umræðu af stöðu knattspyrnukvenna hjá KR. Í upphafi sumars áttum við samtöl við fulltrúa KR en í ljósi umræðunnar seinustu daga hefur stjórn HKK nú óskað formlega eftir fundi með stjórn KR,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir í yfirlýsingu hennar að samtökin hafi verið í samstarfi við Alvotech þegar fyrirtækið stóð að nýju stuðningsmannalagi félagsins þar sem kynbundnum orðum var breytt. Lag Bubba Morthens, Allir sem einn, er því nú Öll sem eitt. Slíkt dugi hins vegar skammt þegar vandamálin virðast eins stór og umræða síðustu viku bendi til. „Hins vegar þurfti stjórn að tilkynna Alvotech að í ljósi vísbendinga um bága stöðu knattspyrnukvenna hjá KR teldum við að meira þyrfi til en textabreytingu í stuðningslagi til að bæta stöðu kvenna hjá KR,“ segir í yfirlýsingunni. Taka við ábendingum til að stuðla að breytingum Eitt af meginmarkmiðum samtakanna er að auka jafnrétti innan knattspyrnuhreyfingarinnar og hafa samtökin því kallað eftir frekari gögnum til að sinna þeirri vinnu. Það sé snúið og því hafa samtökin kallað eftir því að almenningur sendi inn tilkynningar um það sem betur megi fara. „Við höfum hins vegar einnig fundið fyrir því að verkefnið er viðamikið og nauðsynlegt að safna gögnum og greina vandann til að geta tekist á við hann. Til að byrja þá vinnu formlega hefur stjórn búið til rafrænt eyðublað þar sem öllum gefst tækifæri til að koma með ábendingar til samtakanna,“ segir í yfirlýsingunni. Hér má nálgast rafrænt eyðublað samtakanna og koma að tilkynningu.
KR Besta deild kvenna Jafnréttismál Tengdar fréttir Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32 Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30 Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31 Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Kvennalið KR hafi ekki getað æft því karlaliðið var erlendis Kvennalið KR var til umræðu í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gær. Þar kom fram að liðið hafi ekki getað æft á meðan karlalið félagsins var erlendis í keppnisferð. Allir með lyklavöld að KR-heimilinu hafi verið ytra með körlunum. 20. september 2022 10:32
Fráfarandi þjálfari KR axlar ábyrgð „fyrst það er lítið um það“ Arnar Páll Garðarsson, sem þjálfaði fallið kvennalið KR í sumar en mun ljúka störfum í lok tímabils, segist eiga sinn þátt í því að börurnar voru ekki mannaðar í umtöluðum leik KR og Selfoss í Bestu deild kvenna á sunnudag. 20. september 2022 07:30
Lá sárþjáð en fékk engar börur: „Takið mig út af“ Hannah Tillett lá sárþjáð á grasinu á Meistaravöllum, heimavelli KR-inga, í tæpar fjórar mínútur í gær áður en liðsfélagar hennar héldu á henni af vellinum. Vonir standa til þess að hún hafi ekki slitið krossband í hné. 19. september 2022 11:31
Enginn með sjúkrabörurnar hjá KR í gær: „Rosalega margt sem mér finnst að“ Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR í knattspyrnu, segir vanta vilja og metnað í umgjörðina hjá félaginu. Metnaðarleysið hafi til að mynda kristallast í því þegar leikmaður meiddist í leik í gær en enginn verið viðbúinn að koma inn á með sjúkrabörur. 19. september 2022 07:58