Lizzo spilaði á kristalsflautu James Madison Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. september 2022 17:12 Hér pilar Lizzo á þverflautu á rauða dreglinum. Getty/Sean Zanni Tónlistarkonan Lizzo hlaut þann heiður fyrr í vikunni að fá að spila á þverflautu sem var í eigu James Madison fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Ekki er hægt að flautan sé hefðbundin, hún var búin til árið 1813 og er úr kristal. Lizzo var stödd í Washington D.C. á tónleikaferðalagi og var boðið af bandaríska þjóð- og þingsafninu að koma í heimsókn og skoða þverflautusafn safnsins. Lizzo virðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um en hún hefur gjarnan gert mikið úr því að spila á þverflautu á meðan tónleikum sínum stendur. Washington Post greinir frá þessu. Tónlistarkonan spilaði á flautuna hans Madison á tómu safninu og fékk að taka hana með sér upp á svið í gær þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í Capital One tónlistarhöllinni í Washington D.C. Flautan er eitt af því fáa sem lifði af bruna Hvíta hússins árið 1814. IM COMING CARLA! AND IM PLAYIN THAT CRYSTAL FLUTE!!!!! https://t.co/aPcIthlqeo— FOLLOW @YITTY (@lizzo) September 24, 2022 Til þess að Lizzo gæti spilað á flautuna á tónleikum sínum var flautan sett í sérstakan hlífðarkassa til þess að vernda hana og var sérstakt öryggisteymi með í för. Hér að ofan má sjá Lizzo spila á flautuna. Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Lizzo var stödd í Washington D.C. á tónleikaferðalagi og var boðið af bandaríska þjóð- og þingsafninu að koma í heimsókn og skoða þverflautusafn safnsins. Lizzo virðist ekki hafa þurft að hugsa sig tvisvar um en hún hefur gjarnan gert mikið úr því að spila á þverflautu á meðan tónleikum sínum stendur. Washington Post greinir frá þessu. Tónlistarkonan spilaði á flautuna hans Madison á tómu safninu og fékk að taka hana með sér upp á svið í gær þegar hún spilaði fyrir fullu húsi í Capital One tónlistarhöllinni í Washington D.C. Flautan er eitt af því fáa sem lifði af bruna Hvíta hússins árið 1814. IM COMING CARLA! AND IM PLAYIN THAT CRYSTAL FLUTE!!!!! https://t.co/aPcIthlqeo— FOLLOW @YITTY (@lizzo) September 24, 2022 Til þess að Lizzo gæti spilað á flautuna á tónleikum sínum var flautan sett í sérstakan hlífðarkassa til þess að vernda hana og var sérstakt öryggisteymi með í för. Hér að ofan má sjá Lizzo spila á flautuna.
Tónlist Bandaríkin Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira