Alveg klárt að fullt tilefni hafi verið fyrir aðgerðum lögreglu Kjartan Kjartansson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 29. september 2022 15:32 Ljósmyndari Vísis tók mynd af fjórum skotvopnum auk skotfæra og skothylkja sem lögregla sýndi fjölmiðlamönnum að fundi loknum. Vísir/Vilhelm Það er alveg klárt að fullt tilefni hafi verið til að ráðast í þær aðgerðir sem ráðist var í síðustu viku vegna gruns um að einstaklingar væru að leggja á ráðin um að fremja hryðjuverk hér á landi, og að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu. Ríkislögreglustjóri hefur sagt sig frá rannsókn málsins vegna mögulegs vanhæfis. Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þetta var á meðal þess kom fram á upplýsingafundi lögreglu vegna málsins í dag, sem haldinn var í lögreglustöðinni á Hverfisgötu í dag. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinum. Sveinn Ingiberg Magnússon, yfirlögregluþjónn hjá embætti héraðssaksóknara, og Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fóru yfir stöðu rannsóknarinnar á fundinumVísir/Vilhelm Þar voru þeir spurðir að því hversu nálægt lögregla teldi að mennirnir sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna málsins, hafi verið að fremja hin ætluðu hryðjuverk. „Út frá rannsóknarhagsmunum, hvar við erum stödd í rannsókninni og viðkvæmri stöðu rannsóknarinnar þá er rosalega erfitt fyrir okkur á þessum tímapunkti að fara að úttala okkur mikið um efni þess sem við erum búin að finna í gögnunum. En það var full ástæða til þess að fara í þessar aðgerðir sem farið var í, að krefjast gæsluvarðhalds yfir þessum mönnum eins og staðan er núna. Það er alveg klárt. Við teljum að hættuástandi hafi verið afstýrt með aðgerðum lögreglu og nú er bara unnið í því að rannsakna málið til botns. Komast að raun um hver voru hugsanleg skotmörk og undirbúninginn allan,“ sagði Einar Ingiberg. Fundinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Ríkislögreglustjóri segir sig frá málinu Á fundindum kom einnig fram að forræði á rannsókn málsins hafi verið fært frá Ríkislögreglustjóra til Eembættis héraðssaksóknara. Ástæðan eru upplýsingar um að einstaklingur tengdur ríkislögreglustjóra hafi verið nefndur í sambandi við málið. Grímur Grímsson sat fyrir svörum.Vísir/Vilhelm Þar kom fram að ríkislögreglustjóri hafi sagt sig frá málinu um leið og þær upplýsingar lágu fyrir vegna mögulegs vanhæfis. Í máli Gríms kom fram að héraðsdómur hafi fallist á kröfu um áframhaldandi einnar viku gæsluvarðhald yfir manninum sem var hnepptur í einnar viku gæsluvarðhald í síðustu viku, og átti að losna úr því í dag. Lögrelga sýndi fréttamönnum hluta þeirra vopna sem lagt var hald á.Vísir/Vilhelm Þar kom einnig fram að fleiri hafi verið handteknir vegna málsins en ekki hafi verið farið fram á að fleiri verði settir í gæsluvarðhald en þeir tveir sem þegar eru í slíku varðhaldi. Grímur sagði einnig að í sautján húsleitum vegna málsins hafi verið lagt á tugi skotvopna, þó aðeins nokkur þrívíddarprentuð vopn. Meirihlutinn hafi verið verksmiðjuframleiddur. Sum vopnanna hafi verið sett saman úr þrívíddaprentuðum vopnum, Ein-skota byssum hafi verið breytt í hálfsjálfvirk, sem eru hættulegri, að sögn Gríms. Þrívíddarprentari sem lagt var hald á í aðgerðum lögreglu.Vísir/Vilhelm Lögregla ítrekaði þó á fundinum að hryðjuverkaógn væri metin lág hér á landi, þrátt fyrir málið sem nú væri til rannsóknar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Sjá meira