Lögregla hafi ekki upplýst nægilega um aðdraganda morðsins í Rauðagerði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:47 Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins. Vísir Verjandi Angjelins Sterkaj, sem skaut Armando Beqirai til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar 2021, sagði í málflutningi sínum í Landsrétti að lögregla hafi ekki staðið sig í stykkinu og upplýst nógu vel um aðdraganda morðsins. Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Þetta sagði Oddgeir Einarsson, verjandi Angjelins, í málflutningi sínum nú fyrir hádegi. Oddgeir rakti aðdraganda málsins, sem fjallað var mikið um í héraðsdómi, og byrjaði mál sitt á Lekamálinu svokallaða. Vísaði hann þar til máls sem upp kom í byrjun árs 2021 þegar gögnum frá lögreglufulltrúa var lekið á internetið en fram kom í gögnunum að Anton Kristinn Þórarinsson, sem lögreglu grunar að sé stórtækur í fíkniefnaheiminum, hafi verið uppljóstrari fyrir lögreglu um árabil. Lekinn virðist hafa valdið uppþoti í undirheimum landsins en Angjelin hélt því fram fyrir héraðsdómi að Armando og félagar hans hafi viljað fimmtíu milljónir króna frá Antoni Kristni í „sekt“ vegna uppljóstrananna. Anton tók þó fyrir það fyrir dómi. Þá hafi Armando hótað Angjelin oft og ítrekað vegna vináttu hans við Anton og Armando og félagar hans meðal annars hótað fjölskyldu Angjelin í Albaníu. Að sögn Oddgeirs höfðu þessar hótanir, sem meðal annars beindust að barni Angjelin, gríðarleg áhrif á Angjelin og hann hafi verið mjög hræddur. Hann hafi því útvegað sér byssu, em hefði fælingarmátt, en hafi ekki ætlað að nota hana. Auk þess benti Oddgeir á að lögregla hafi vitað af því að Angjelin hefði útvegað sér skotvopn, en tölvupóstsamskipi milli lögreglumanna þess efnis liggja fyrir. Lögreglan hafi því ekki litið á það svo að Angjelin væri líklegur til að beita byssunni. Angjelin gengs við morðinu en segist hafa skotið ARmando í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu sinnum.Vísir Angjelin hafi þá þetta laugardagskvöld ætlað að ræða við Armando og sættast við hann. Hann hafi alltaf verið með byssuna á sér og því ekkert óeðlilegt við að hann hafi verið með hana á sér þetta kvöld. Oddgeir segir að af gögnum hafi Armando verið orðinn óstöðugur og hættulegur dagana fyrir morðið og Angjelin orðinn mjög hræddurvið hann. Hann hafi því ákveðið að hann þyrfti að hitta og ræða beint við Armando. Angjelin hefur haldið því fram að Armando hafi verið ógnandi og vrst afa ætlað að ráðast að Angjelin. Hann hafi því gripið í byssuna í sjálfsvörn. Armando var skotinn níu skotum. Þessi atburðarrás kom oft og ítarlega fram fyrir héraðsdómi þegar málið var til meðferðar þar í september í fyrra. Oddgeir segir lögreglu og saksóknara hafa gert lítið úr mikilvægi hennar og þeirri mynd sem atburðarrásin teiknaði upp af áhyggjum Angjelins og ógninni sem hann lifði við.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08 Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Sjá meira
Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. 30. september 2022 11:08
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45